Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Heimildaskráning - EndNote Online: Heimildum safnað

Aðgerðaflipar í EndNote Online - Collect

       Þegar komið er inn í EndNote Online birtast aðgerðaflipar þvert yfir skjáinn. 
Texti flipanna er lýsandi fyrir virkni þeirra og með því að setja bendilinn yfir flipann opnast fyrir undiraðgerðir. 
Hér verður farið nánar í nokkra af aðgerðaflipunum.

 Hér er farið yfir Collect flipann

Online search - Náð í heimild úr gagnasafninu Web of Science

Hér verðu sýnt hvernig náð er í heimild úr gagnasafninu Web of Science

 1. Opnið gagnasafnið Web of Science
 2. Leitið að höfundi (Author), titli (Title) eða ákveðnu efni (topic)
 3. Veljið heimildir sem færa á yfir í EndNote Online með því að merkja við í kassann framan við heimildina
 4. Smellið á Export hnappinn  
 5. Veljið EndNote Online úr felliglugganum        
 6. Smellið á Export og þá eru upplýsingar um heimildina fluttar yfir í EndNote Online. 

New reference - Heimild handskráð

Ný heimild handskráð

 1. Veljið Collect flipann                                                                       
 2. Smellið á New Refernences
 3. Fyllið inn í viðeigandi svæði.
 4. Byrjið á að velja úr felliglugga tegund heimildar. Nöfn höfunda eru skráð þannig: 
  erlendir. höfundar: eftirnafn, skírnarnafn 
  íslenskir. höfundar: skírnarnafn eftirnafn,
  ATHUGIÐ að sett er komma á eftir íslensku eftirnafni
 5. Til að breyta innihaldi svæðis er smellt á texta í textaboxi og leiðrétting gerð