Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Heimildaskráning - EndNote Online: Heimildir í Word skjali

Unnið með EndNote Online í Word

Þegar vísað er í heimild í texta í Word er náð í þá heimildi í EndNote Online jafnóðum. 

 

  1.  Staðsetjið bendilinn þar sem skrá á tilvitnun inn í Word skjalinu. Ýtið á EndNote efst á skjánum og þá opnast EndNote aðgerðastikan efst í skjámynd
  2. Ýtið á stækkunarglerið - Insert citation - fremst í aðgerðastikunni     
  3. Þá opnast leitargluggi þar sem skráð er leitarorð t.d nafn höfundar. Athugið að leitarstrengur verður að vera að minnsta kosti þrír stafir. Þá er leitað í þeim heimildum sem eru í EndNote Online safninu þínu og birtar þær heimildir sem uppfylla þína leit     


 

 

Heimild sótt í EndNote Online

  1. Heimild er valin úr listanum sem birtist og ýtt á Insert
  2. Þá verður til tilvísun inn í texta þar sem bendillinn var staðsettur og um leið
    verður til heimild í heimildaskrá neðst í word skjalinu.

 

Ef heimild birtist ekki rétt í Word skjalinu þá hefur hún ekki verið rétt skráð í EndNote Online.
Laga verður skráningun í EndNote Online og ná síðan aftur í heimildina.
Heimild er EKKI lagfærð beint inni í Word skjalinu.