Skip to Main Content
site header image

Skemman (varðveislusafn), leiðbeiningar um verkefnaskil: Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna

Skemman er rafrænt varðveislusafn fyrir lokaritgerðir íslensku háskólanna.

Athugið að doktorsritgerðir eru skráðar í varðveislusafnið Opin vísindi, sjá leiðbeiningar hér

Skil á lokaverkefnum við Háskóla Íslands

Nemandi sem hyggst útskrifast frá Háskóla Íslands skal skila rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu í Skemmuna sem er rafrænt varðveislusafn lokaverkefna nemenda. 

Ritgerð skal skilað á pdf-formi fyrir skiladag viðkomandi deildar ásamt rafrænni yfirlýsingu um meðferð verkefnisins.

Til að fylla út eyðublaðið eru þessar leiðir færar:

1) Hlaðið yfirlýsingunni niður, hægrismellið á skjalið í "file explorer" og veljið "open with Word" (gæti þurft að skrolla niður og velja "choose another app" - þar sem Word er valmöguleiki). Þá er skjalið opið í Word og hægt að skrifa inn í það ("enable editing") og vista upp á nýtt.

2)  Opnið eyðublaðið í Edge vafranum   og smellið svo á T hnappinn (sjá mynd), þá opnast skrif-
      hamur

3) Einnig er hægt að prenta eyðublaðið út, fylla það út og undirrita. 

Yfirlýsingunni skal skilað rafrænt í Skemmuna sem sérskjali með ritgerðinni í skrefi 2. 

Þar er hægt að hlaða upp mörgum skrám en aðeins einni í einu.

  • Athugið að ritgerðin sem skilað er sé örugglega lokagerð ritgerðarinnar. Ef mistök í skilum eiga sér stað er hægt að biðja um að skjölum sé skipt út einu sinni fyrir útskrift. Sendið þá póst á hi@skemman.is
     
  • Eftir útskrift er ekki lengur mögulegt að skipta út skjölum nema með skriflegu leyfi leiðbeinanda.

Byrjið á að setja ritgerðina og yfirlýsinguna  í pdf-form.