Sömu aðgangsorð gilda fyrir Skemmuna og Uglu.
Auk leiðbeininga um skil á hverri síðu þegar efni er sett in:
Nemandi skal skila inn rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna allra háskóla á Íslandi. Samtímis skal skila í Skemmuna útfylltri rafrænni yfirlýsingu um meðferð verkefnisins.
Athugið að endanleg yfirferð lokaverkefna á Menntavísindasviði á sér stað eftir útskrift og þá fyrst fara verkefnin út á vefinn
Smellt er á Skil í Skemmuna, Háskóli Íslands valinn og skráð inn með aðgangs- og lykilorði. Viðeigandi safn valið; Menntavísindasvið: B.A./B.Ed./B.S. verkefni eða meistaraprófsritgerðir og tegund lokaverkefni. Þá er fyllt inn í innsláttarform eftir því sem við á. Leiðbeiningar eru á hverri síðu.
Textaskjöl þurfa að vera í pdf-formi.
Athugið að mynd- og hljóðefni þarf að berast á MPEG Video og MPEG Audio. Ekki er nóg að vísa á vefsíðu með slíku efni.
Að loknum skilum í Skemmuna má sjá undir Skilin mín að verkefnið bíður staðfestingar. Höfundur fær þá tölvupóst þar sem fram kemur að efnið hafi skilað sér og bíði þess að farið verði yfir það.
Athugið að stundum er lokaverkefnum hafnað ef lagfæra þarf formgalla á kápu eða upphafssíðum verks. Því er nauðsynlegt að fylgjast með hi-póstinum til að geta brugðist við.
Doktorsverkefnum er skilað í IRIS - upplýsingakerfi fyrir rannsóknir á Íslandi eða Opin vísindi.
Ef vandamál koma upp við vistun í Skemmu má senda fyrirspurn á himvs@skemman.is eða hafa samband við starfsfólk bókasafns (Önnu Kristínu, s.525 5932 eða Gunnhildi, s.525 5927).