Miðstöð menntunar og skólaþjónustu starfar í þágu barna og ungmenna á sviði menntamála. Hún þjónustar leik-, grunn- og framhaldsskóla með áherslu á gæði menntunar og skólaþjónustu. Miðstöðin kemur í stað Menntamálastofnunar.
Vefur Menntamálastofnunar hefur að geyma fjölbreytt efni sem tengist kennslu.
Á vef Menntamálastofnunar má finna námsefni útgefið af stofnuninni með góðum leitarvef þar sem hægt er að takmarka leit við skólastig, námsgrein, tegund og útgáfuár. Námsefni Menntamálastofnunar er einnig skráð á lbs.leitir.is.
Læsisvefur er sérvefur þar sem fjallað er um forsendur læsis, lesfimi, orðaforða og lesskilning, ritun og lestrarmenningu. Læsisvefurinn er verkfærakista fyrir kennara en hann geymir verkfæri og bjargir til að bregðast við niðurstöðum matstækja Lesferils og gera góða lestrarkennslu enn betri.
Fræðslugátt Menntamálastofnunar er sérvefur sem inniheldur námsefni og bjargir sem nýtast við heimanám.