Skip to Main Content

Námsgagnasafn: Upphafssíða

Velkomin

Þessum leiðarvísi er ætlað að vísa á helstu hjálpargögn við leit að námsefni grunnskóla, aðalnámskrám, lögum og reglugerðum um menntamál. 

Fjaraðgangur VPN

Nokkrar leiðir eru til að tengjast háskólanetinu á háskólasvæðinu og utan þess. Hægt er að leita aðstoðar hjá Menntasmiðju á stjórnsýsluganginum í Stakkahlíð og Tölvuþjónustu UTS á Háskólatorgi.

Námsgagnasafnið á haustmisseri 2024

Námsgagnasafn hefur að geyma allt námsefni fyrir grunnskóla. Vegna yfirvofandi flutninga Menntavísindasviðs í Sögu verður námsgagnasafnið ekki aðgengilegt á haustmisseri. Stærstur hluti safnkosts bókasafns Menntavísindasviðs var sameinaður safnkosti Landsbóksasafns Íslands - Háskólabókasafns í sumar og er nú aðgengilegur þar. Það á þó ekki við um námsefni grunnskóla og barnabækur sem hafa verið settar í geymslu fram að flutningum.

Ef á þarf að halda má nálgast allt íslenskt efni og þar á meðal grunnskólaefni, á Íslandssafni í Þjóðarbókhlöðu en það er ekki tl útláns. Einnig má benda á námsgagnavef Menntamálastofnunar þar sem mikið af efni er aðgengilegt rafrænt. 

Búast má við að námsgagnasafnið og safn barnabóka verði sett upp í Sögu í lok árs 2024. Í sama rými verður vinnuaðstaða fyrir nemendur. 

Hafðu samband

Tinna Guðjónsdóttir, MIS
Upplýsingaþjónusta og notendafræðsla
tinna.l.gudjonsdottir@landsbokasafn.is
Sími: 525 5693

Hjálp

Hafðu samband við starfsfólk ef spurningar vakna.

Námsgagnakynningar