Skip to Main Content
site header image

Opin vísindi - Skil doktorsritgerða: Velkomin

Opin vísindi

Opin vísindi er rafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar og doktorsritgerðir sem birtist í opnum aðgangi á vegum Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna sem unnar eru við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að útgefnu vísindaefni íslensks rannsóknasamfélags um ókomna tíð. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og þannig geta sem flestir notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer á landinu. 

Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020. 

Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace. Hugbúnaðurinn var nýlega uppfærður í nýjustu útgáfu og er unnið að því að aðlaga hann og gera hann einfaldari í notkun.

Þangað til þeirri vinnu lýkur setjum við hér fram bráðabirgðaleiðbeiningar sem ætlað er að auðvelda innsendingar efnis.

1. skref

Til að hefja skil þarf notandi að stofna sinn aðgang undir „Innskráning“:

2. skref

Þegar aðgangur (reikningur) hefur verið stofnaður skal notandi skrá sig inn. Í innra viðmóti, lengst til vinstri, má sjá slá sem ber titilinn „stjórnslá“  þar sem notandi þarf að ýta á plúsmerkið:

3. skref

Þar undir er „nýtt“ og undir því þarf notandi að fara í „verk“

Þá getur notandi hafið skilin sín og skráð helstu upplýsingar um verkið sitt inn í kerfið. Þegar innsendingu er lokið mun skrásetjari fara yfir færsluna og ganga úr skugga um að þar sé allt eins og það á að vera og hafa samband við notanda ef með þarf. Verkið birtist ekki í Opnum vísindum fyrr en skrásetjari hefur samþykkt færsluna.