Markmið Kvennasögusafns Íslands er að skrá, varðveita og safna heimildum um sögu kvenna ásamt því að miðla þeirri þekkingu og hvetja til rannsókna. Það er eina safnið sinnar tegundar á Íslandi.
Safnið var stofnað þann 1. janúar 1975. Anna Sigurðardóttir var fyrsti forstöðumaður safnsins og rak það á heimili sínu á Hjarðarhaga í Reykjavík frá stofnun þess fram til ársins 1996, þegar það flutti til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og varð að sérstakri einingu þar.
Á vef Kvennasögusafnsins er margvíslegt efni að finna. Neðangreindur listi gefa bara dæmi um efni sem þar er.
Sérvefur um baráttu íslenskra kvenna fyrir kosningarétti og kjörgengi. Vefurinn var gefinn út árið 2015 en þá voru 100 ár frá því að Danakonungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem fól í sér að konur og vinnumenn, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt til Alþingis.
Sérvefur um rauðsokkahreyfinguna á Íslandi.
Athugið að hér eru EINUNGIS SÝNISHORN af bókum sem tengjast námsgreininni.
Já, ég þori, get og vil : kvennafrídagurinn 1975, Vilborg Harðardóttir og allar konurnar sem bjuggu hann til
by
Konur sem kjósa : aldarsaga
by
Strá í hreiðrið : bók um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur byggð á bréfum hennar
by
Á rauðum sokkum : baráttukonur segja frá
by