Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Verkefnavaka Háskóla Íslands: Um verkefnavöku

Að verkefnavökunni standa Ritver og Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands, bókasafn Menntavísindasviðs, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ.

Um verkefnavöku Háskóla Íslands: Gegn frestunarpest og ritkvíða

Hugmynd að verkefnavöku kemur frá Þýskalandi og hafði Baldur Sigurðsson dósent á menntavísindasviði og þá forstöðumaður Ritvers Menntavísindasviðs frumkvæði að stofna til slíkrar vöku innan Háskóla Íslands. Í Fréttablaði Kennslumiðstöðvar frá 2. desember 2013 er hægt að lesa viðtal við Baldur um verkefnavöku á Íslandi. 

Á verkefnavöku HÍ geta allir nemendur sem eru með verkefni í smíðum, smá eða stór, námskeiðsverkefni eða lokaverkefni, komið og sótt fræðslu, upplýsingar, stuðning og aðstoð. 

Markmið verkefnavökunnar eru:

  • að gefa nemum færi á að vinna að verkefnum sínum utan hefðbundins vinnutíma eina kvöldstund og fá aðstoð og hvatningu frá jafningjum, kennurum eða öðrum starfsmönnum Háskólans,
  • að vekja athygli á þeim mikla vanda í háskólum heimsins að fjöldi stúdenta kvíðir því að skrifa og margir hverfa frá námi þegar lokaverkefnið eitt er eftir
  • að vekja athygli á að unnt er að aðstoða höfunda á öllum stigum ritunarferlisins og hjálpa þeim að komast af stað sem frestað hafa verkefnum of lengi. 

Fyrsta verkefnavaka HÍ var haldin 2013 og hefur verið árlegur viðburður síðan, fyrir utan 2020 og 2021 þar sem fella þurfti hana niður vegna samkomutakmarkana sem þá voru í gildi á Íslandi vegna Covid.

 

Að Verkefnavöku Háskóla Íslands, sem haldin er á hverju vormisseri, standa Ritver Háskóla Íslands, Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands, bókasafn Menntavísindasviðs, Heilbrigðisvísindabókasafn Landspítala og Háskóla Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Að verkefnavökunni standa: