Skip to Main Content
site header image

Alþingistíðindi: Yfirlit

útgáfa á þingskjölum og efni þingfunda, leit að efni og tilvísanir í það.

Alþingi Íslendinga

Alþingistíðindi eru útgáfa á efni þingfunda og þingskjölum á Alþingi Íslendinga 

Á árunum 1845 -1873 kom út ritið Tíðindi frá Alþingi Íslendinga 
og 
Tíðindi frá þjóðfundi Íslendinga kom út árið 1851.

Alþingistíðindi.is er opinber lokaútgáfa þingskjala og þingfunda og er efni hvers löggjafarþings birt þar að þingi loknu.

Útgáfa Alþingistíðinda hófst árið 1875.
Alþingi kom saman annað hvert ár fram til 1921 og aukaþing voru haldin eftir þörfum. 

Finna efni í Alþingistíðindum

Nú má finna efni rafrænt  m.a með 

 • Einfaldri orðaleit  í textum þingskjala frá og með 1931
              
  Veljið löggjafarþing eða tímabil
   
 • Leit í málaskrám eftir málsheitum og málsnúmerum frá og með 1907 
               Ræðutexti er aðgengilegur aftur til 1937 
               Veljið löggjafarþing eða tímabil.
   
 • Ítarleit í þingskjölum sem leitar í texta þingskjala frá og með 1946
  • og í málum og málsheitum frá og með 1907
   Veljið löggjafarþing eða tímabil.
    
 • Orðaleit í umsögnum leit að erindum og umsögum um þingmál
              frá og með 2001. Eldri erindi eru sett á vefinn skv. beiðni 
              Veljið löggjafarþing eða tímabil

Efnisyfirlit prentútgáfu

Heildarefnisyfirlit er til fyrir tímabilið 1845-1907

Fram til ársins 1986 er aðalefnisyfirlit Alþingistíðinda fremst í 1. bindi B-deildar hvers árs. Þar er vísað beint

 • í númer þingskjals sem er í A-deild 
 • og til dálkatals umræðna sem eru í B-deild.   

Árið 1986 voru gerðar umtalsverðar breytingar á aðalefnisyfirlitinu og það gefið út sem sérstök skrá.

Í fyrstu var það bundið  fremst í 1. bindi bæði A- og B–deildar en sem sérstakt bindi frá 1992.  

Orðskýringar –  við hugtök á vef Alþingis

Efnistilhögun ritanna á mismunandi tímum

Tíðindi frá Alþingi Íslendinga

   1845-1861:   Efni óskipt

   1863-1873:   Í tveimur hlutum
                           Umræður og þingskjöl yfirleitt aðskilin

Alþingistíðindi

   1875-1881:   Í tveimur hlutum
                           Umræður og þingskjöl yfirleitt aðskilin

   1883-1903:  Í þremur hlutum
                         A: umræður í efri deild og sameinuðu þingi
                         B: umræður í neðri deild
                         C: þingskjöl

   1905-1917:    A: þingskjöl
                         B: umræður

   1917-1920:    A: þingskjöl
                         B: umræður um samþykkt mál og afgreidd
                         C: umræður um fallin mál, óútrædd, afturkölluð
                                 og um fyrirspurnir

   1921-1972:   A: þingskjöl
                        B: umræður um samþykkt frumvörp
                        C: umræður um fallin frumvörp
                        D: umræður um þingályktunartillögur og fyrirspurnir

   1973-2009:   A: þingskjöl
                        B: umræður

                       Alþingistíðindi eru til í prentaðri útgáfu til 136. löggjafarþings 2008-2009
                      
 Prentun Alþingistíðinda 137., 138. og 139. löggjafarþings hefur verið
                       frestað um óákveðinn tíma.

   2011-2012   prentútgáfu frestað / hætt             

   1989-          Rafræn útgáfa - þingfundir og mál á vef Alþingis