Skip to Main Content
site header image

Alþingistíðindi: Prentútgáfa 1973-2009

útgáfa á þingskjölum og efni þingfunda, leit að efni og tilvísanir í það.

Alþingistíðindi 1973-1986

Frá og með árinu 1973 hafa Alþingistíðindi verið gefin út í tveimur deildum: 

A-deild: þingskjöl    

Þingskjöl eru prentuð skjöl sem fylgja þingmálum og fær hvert skjal sérstakt þingskjalsnúmer. Dæmi um þingskjöl: .  

  • frumvörp til laga (frv. eða stjfrv.)
  • þingsályktunartillögur (þáltill.)
  • nefndarálit (nál.)
  • breytingartillögur við frv. og þáltill.
  • fyrirspurnir (fsp.)
  • svör

Þingmál eru mál sem lögð eru fram á Alþingi og fær hvert mál sitt málsnúmer.  Fyrsta mál sem lagt er fram á hverju löggjafarþingi verður þingmál númer 1, næsta verður þingmál númer 2 o.s.frv.

Þingskjöl eru bókuð í skjalaskrá Alþingis og útbýtt til þingmanna á þingfundi. Eitt eða fleiri þingskjöl fylgja hverju þingmáli. Hvert þingskjal fær sérstakt þingskjalsnúmer, tölusett í hlaupandi röð, auk málsnúmersins.

Meðan þing sat í tveimur deildum voru þingskjöl jafnframt merkt þeirri deild sem þau voru lögð fram í; Ed, efri deild og Nd, neðri deild.   

Greinargerðir eða athugasemdir við frumvörp og þingsályktunartillögur fylgja alltaf fyrsta þingskjali hvers máls, þ.e. frumvarpinu sjálfu eða þingsályktunartillögum.  

B-deild: umræður  

Umræðum sem fara fram á þingi er skipað í tímaröð eftir því hvenær þær fóru fram. Tölutilvísanir í umræður í efnisyfirliti Alþingistíðinda merkja dálkatal. Fram til ársins 1986 var aðalefnisyfirlit beggja deilda fremst í B-deild

 

Orðskýringar

Finna efni í Aþlingistíðindum 1973-1986

 

Aðalefnisyfirlit 1986-

Frá og með árinu 1986 hefur verið gefið út árlegt aðalefnisyfirlit þar sem teknar eru saman skrár með þeim upplýsingum sem helst er leitað eftir. Efnisyfirlitið tekur bæði til  þingskjala í A -deild og umræðna í B-deild.

Því er skipt niður í nokkrar skrár sem flestum er raðað í stafrófsröð.

I.    Aðalefnisyfirlit

      1. Almenn efnisskrá
      2. Þingmál og umræður
            í stafrófsröð eftir heiti dagskrár
      3. Annað efni þingfunda

II.   Aðrar skrár
      
1. Málaskrá
      2. Skrá um flutningsmenn
      3. Mælendaskrá
      4. Nefndaskipan
      5. Lög sett á þinginu
      6. Ályktanir Alþingis
      7. Erindaskrá þingmála annarra en fjárlaga
      8. Erindaskrá fjárlaga
      9. Erindaskrá annara mála en þingmála
      10. Alþingismenn og varaþingmenn

III. Viðauki
     
 1. Umræður utan dagskrár
      2. Útvarpsumræður
      3. Skammstafanir
      4. Tilvísanir í Alþingistíðindi
      5. Leiðréttingar
      6. Stytt þingskjöl

Hægt er að leita með Ítarleit í þingskjölum í texta þingskjala frá og með 1946 
   
    og í málum og málsheitum frá og með 1907
       Veljið löggjafarþing eða tímabil 
  
     og raðið niðurstöðum eftir því sem hentar

      sjá fleiri leitarmöguleika á síðu um vefútgáfu

Finna efni í Alþingistíðindum 1986-