Skip to Main Content

Tímarit hjá Menntavísindasviði: Íslensk tímarit

Sjá einnig

Íslensk tímarit í áskrift

Ritrýnd og ritstýrð tímarit

Ritrýni:

Ritrýnd tímarit eru fræðirit á afmörkuðu sviði. Þar birtast fræðigreinar og niðurstöður rannsókna. Í ritrýni felst ákveðið gæðaeftirlit. Tvíblind ritrýni (e. double blind peer review) þykir oftast besta trygging á gæðum greina og er sú gerð ritrýni sem orðið hefur staðall hjá fræðiritum. Tvíblind ritrýni merkir að höfundur veit ekki deili á þeim sem les yfir greinina og ritrýnirinn veit ekki hver höfundur greinarinnar er. 

Háskólinn í Reykjavík heldur úti lista yfir öll ritrýnd tímarit á Íslandi sem eru í rafrænum aðgangi. Þann lista má nálgast hér.

Ritstjórn:

Ritstjórn starfar í flest öllum tímaritum. Hér er hins vegar átt við tímarit þar sem ekki er leitað til ritrýna til að tryggja gæði greina heldur sér ritstjórn ritsins sjálf um að leysa af hendi starf ritrýna. Í þeim tilfellum fer ritstjórn yfir greinar, kallar eftir efni til að skrifa um, setur fram athugasemdir fyrir höfunda og velur eða hafnar útgáfu greinanna. Í raun gengur ritstjórn þá inn í hlutverk ritrýna. Munurinn á þessum tveimur aðferðum er helst sá að í tvíblindri ritrýni veit höfundur ekki hver ritrýnir er og ritrýnir ekki hver höfundur er. Ritstjórn starfar sjaldnast undir nafnleysi og því er ekki sama tryggingin fyrir því að persónuleg viðhorf ritrýna og höfunda hvors til annars liti ákvarðanatöku um birtingar greina. Ritstjórar eru auk þess ekki heldur endilega sérfræðingar á því sviði sem um er fjallað hverju sinni, en treysta á sérfræðiþekkingu þeirra sem rita greinarnar.  Greinar í ritstýrðum tímaritum geta reynst góðar heimildir þótt tvíblindri ritrýni hafi ekki verið beitt en gott er að hafa muninn í huga. Sum tímarit birta bæði ritrýndar greinar sem og ritstýrðar. Má þar nefna Tímarit um uppeldi og menntun sem dæmi. Í þeim tilfellum eru greinarnar vel merktar þeirri aðferð sem beitt hefur verið við gæðastýringu þeirra.

Íslensk ritrýnd og ritstýrð tímarit - Menntavísindi

Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun (2002-)  - Ritrýnt
Tímarit um uppeldi og menntun
Uppeldi og menntun
Tímarit um menntarannsóknir
Skólaþræðir: tímarit samtaka um skólaþróun [óritrýnt]

Fagtímarit

Fagtímarit eru málgögn fagfélaga og innihalda oftast nær almennar greinar sem varða starfsvettvanginn, hagsmunamál félagsmanna auk styttri greina sem tengjast faginu. Algengt er að í þeim birtist frásagnir af fundum og ráðstefnum auk annars efnis. Í þessum tímaritum birtast stundum ritrýndar greinar en helstu not þeirra eru  til að fá yfirlit yfir starf fagfélaganna auk þess að sjá hvað er efst á baugi innan fagsins hverju sinni.

Eftirfarandi eru fagtímarit innan Menntavísindasviðsins

Fagtímarit listi

Skólavarðan
Þroskaþjálfinn
Málfríður
Glæður: fagtímarit F.Í.S
Flatarmál