Til er gífurlegur fjöldi tímarita í opnum aðgangi og því er oft erfitt að ákvarða hvaða rit eru góð og hvaða rit eru vafasöm. Directory of Open Access Journals, doaj.org er gagnagrunnur yfir tímarit sem eru í opnum aðgangi. Þar er haldið úti ákveðnu gæðaeftirliti með tímaritunum, þannig að þau rit sem þar eru listuð hafa opinbera stefnu um opinn aðgang og eru samþykkt sem alvöru tímarit. Mögulegt er að afmarka leit að tímaritum á DOAJ við ákveðin efnisorð, svo sem education.