|
![]() |
IRIS (Icelandic Research Information System) Upplýsingakerfi um rannsóknir íslenskra háskóla og stofnana |
Rannsóknaupplýsingakerfið IRIS
IRIS (Icelandic Research Information System) er upplýsingakerfi sem sýnir rannsóknavirkni íslenskra háskóla og stofnana sem eiga aðild að kerfinu. Allir starfsmenn þeirra stofnana eiga eiga sína síðu (e. profile) í kerfinu. Með því að skrá efni sitt í IRIS er það gert aðgengilegt / sýnilegt á einum stað. IRIS er rekið af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, en Mennta- og menningarmálaráðuneytið keypti kerfið og fól safninu rekstur og umsjón þess. Hér gefst kostur á að skoða rannsóknarvirkni og samfélagslega dreifingu þekkingar sem verður til við rannsóknir á Íslandi. Virknina má sjá hjá rannsakendum, stofnunum og fræðigreinum sem og í samstarfi fræða-, lista- og vísindafólks í alþjóðlegu samhengi.
Opinn aðgangur (OA) að vísindaefni verður æ mikilvægari og margir styrkveitendur fara fram á að styrkþegar geri niðurstöður rannsókna sinna aðgengilegar öllum. Kröfur rannsóknarsjóða um OA má finna í gagnasafninu SHERPA Juliet
Í gagnasafninu SHERPA RoMEO má svo kynna sér þær reglur sem útgefendur hafa sett um vistun tímaritsgreina í varðveislusöfnum s.s. um birtingartöf og hvaða útgáfu handrits höfundum er heimilt að vista.
Háskóli Íslands mælist til þess að starfsfólk noti ORCID auðkenni og slíkt auðkenni er nauðsynlegt til að skrá verk í varðveislusafnið Opin vísindi.
Hafðu samband við starfsfólk ef spurningar vakna.