Skip to Main Content
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Velkomin

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Opin vísindi varðveislusafn íslenskra háskóla. IRIS rannsóknargátt sem sýnir rannsóknavirkni íslenskra aðildastofnana.

Birtingar

Að velja tímarit 

  • Það er mikilvægt að vanda val á því tímariti sem birta á í m.a. til að hámarka dreifingu efnis, sýnileika þess og tilvitnanir í greinar.

Áhrifastuðlar

  • Tölfræði um útgáfur eða fjölda tilvitnana 

Ritrýni

  • Kynning á ritrýni, hvernig fer hún fram, að fá vinnu við ritrýni metna og nýjustu straumar.

Höfundaréttur og útgáfa

  • Höfundar þurfa að vera meðvitaðir um rétt sinn áður en þeir undirrita samning um útgáfu vísindaefnis.

Opinn aðgangur

  • Opinn aðgangur að vísindagreinum verður sífellt mikilvægari. Opinn aðgangur eykur sýnileika greina, auk þess sem margir styrkveitendur gera nú kröfur um að styrkþegar birti rannsóknarafurðir sínar í opnum aðgangi. Kröfur rannsóknarsjóða um OA má finna í gagnasafninu SHERPA Juliet.

Rannsóknaupplýsingakerfið IRIS

  • IRIS (Icelandic Research Information System) er rannsóknargátt sem sýnir nýlega rannsóknavirkni íslenskra háskóla og stofnana sem eiga aðild að kerfinu. IRIS er rekið af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, en Mennta- og menningarmálaráðuneytið keypti kerfið og fól safninu rekstur og umsjón þess. Hér gefst kostur á að skoða rannsóknarvirkni og samfélagslega dreifingu þekkingar sem verður til við rannsóknir á Íslandi. 

Leiðarvísir Lbs-Hbs um ORCID auðkenni

ORCID logo

ORCID auðkenni. ORCID stendur fyrir Open Researcher and Contributor ID. ORCID er ókeypis, einstakt og viðvarandi auðkenni fyrir vísindamenn/rannsakendur til að nota í rannsóknum, fræðimennsku og nýsköpun og þegar sótt er um styrki. ORCID tengir saman alla sem sinna ofangreindum þáttum og auðkennir allt þeirra framlag.

OpenAIRE: Þjónusta og tæknilegar lausnir fyrir opin vísindi.