Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Velkomin

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Openaccess.is: Opinn aðgangur á Íslandi. Karger Campus: Hagnýt fræðsla um vísindaskrif og birtingar.

Birtingar

Að velja tímarit 

  • Það er mikilvægt að vanda val á því tímariti sem birta á í m.a. til að hámarka dreifingu efnis, sýnileika þess og tilvitnanir í greinar.

Áhrifastuðlar

  • Tölfræði um útgáfur eða fjölda tilvitnana 

Ritrýni

  • Kynning á ritrýni, hvernig fer hún fram, að fá vinnu við ritrýni metna og nýjustu straumar.

Höfundaréttur, aðgangsréttur

  • Höfundar eru oft óvissir um hvaða rétt þeir hafa þegar þeir undirrita samning um útgáfu tímaritsgreinar.

Opinn aðgangur

  • Opinn aðgangur að vísindagreinum verður sífellt mikilvægari. Opinn aðgangur eykur sýnileika greina, auk þess sem margir strykveitendur gera nú kröfur um að styrkþegar birti rannsóknarafurðir sínar í Opnum aðgangi.

Rannsóknargagnasafnið IRIS

  • IRIS (Icelandic Research Information System) er kerfi sem sýnir rannsóknavirkni íslenskra háskóla og stofnana sem eiga aðild að kerfinu. Það er rekið af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, en mennta- og menningarmálaráðuneytið keypti kerfið og fól safninu rekstur og umsjón þess. Hér gefst kostur á að skoða rannsóknarvirkni og samfélagslega dreifingu þekkingar sem verður til við rannsóknir á Íslandi. Virknina má sjá hjá rannsakendum, stofnunum og fræðigreinum sem og í samstarfi fræða-, lista- og vísindafólks í alþjóðlegu samhengi. IRIS upplýsingakerfið er í þróun og mun taka breytingum eftir því sem verkefninu vindur fram. 

Opinn aðgangur

Opinn aðgangur (OA) að vísindaefni verður æ mikilvægari og margir styrkveitendur fara fram á að styrkþegar geri niðurstöður rannsókna sinna aðgengilegar öllum. Kröfur rannsóknarsjóða um OA má finna í gagnasafninu SHERPA Juliet

Í gagnasafninu SHERPA RoMEO má svo kynna sér þær reglur sem útgefendur hafa sett um vistun tímaritsgreina í varðveislusöfnum s.s. um birtingartöf og hvaða útgáfu handrits höfundum er heimilt að vista. 

ORCID auðkenni

ORCID logo

Háskóli Íslands mælist til þess að starfsfólk noti ORCID auðkenni og slíkt auðkenni er nauðsynlegt til að skrá verk í varðveislusafnið Opin vísindi.

Evrópuverkefnið OpenAIRE: Upplýsingagátt um opin vísindi.