Meira um DOI númer (Document Object Identifier)
ORCID auðkenni. ORCID stendur fyrir Open Researcher and Contributor ID. ORCID er ókeypis, einstakt og viðvarandi auðkenni fyrir vísindamenn/rannsakendur til að nota í rannsóknum, fræðimennsku og nýsköpun og þegar sótt er um styrki. ORCID tengir saman alla sem sinna ofangreindum þáttum og auðkennir allt þeirra framlag.
Rannsóknaupplýsingakerfið IRIS
IRIS (Icelandic Research Information System) er rannsóknargátt sem sýnir nýlega rannsóknavirkni íslenskra háskóla og stofnana sem eiga aðild að kerfinu. IRIS er rekið af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, en Mennta- og menningarmálaráðuneytið keypti kerfið og fól safninu rekstur og umsjón þess. Hér gefst kostur á að skoða rannsóknarvirkni og samfélagslega dreifingu þekkingar sem verður til við rannsóknir á Íslandi.