Skip to Main Content
site header image

Millisafnalán: Gjaldskrá

Millisafnalán er sú þjónusta að fá að láni frá öðrum söfnum bækur eða greinar úr tímaritum sem ekki eru til á safninu.

Hækkanir á gjaldskrá

Póstburðargjöld hafa hækkað talsvert að undanförnu og erfitt hefur reynst að fá bækur frá söfnum utan Norðurlandanna. Því er góður kostur að skoða hvort það borgi sig að kaupa bók eða fá tiltekinn kafla áður en ákveðið er að panta bækur í millisafnaláni.

Gjaldskrá

    Almennt verð Háskóli Íslands
Ljósrit af grein 1-20 síður kr. 3.300 kr. 1.650
  > 20 síður kr. 5.000 kr. 2.500
Bók frá safni á Norðurlöndum   kr. 3.800 kr. 1.900
Bók frá safni utan Norðurlanda   kr. 5.300 kr. 2.650
Bók frá innlendu safni   kr. 2.300 kr. 1.150
Lánþegi greiðir auk þess póstburðargjöld      

Doktorsnemar

Doktorsnemar fá yfirleitt millisafnalán skuldfærð. Viðkomandi deildarskrifstofa þarf að senda staðfestingu um að doktorsneminn fái millisafnalán skuldfærð á netfangið millisafnalan@landsbokasafn.is.

Glötuð rit

Sekt fyrir bók sem glatast hjá lánþega miðast ávallt við bótakröfu þess safns sem lánaði ritið og er að lágmarki kr. 10.000.

Starfsfólk HÍ

Kostnaður vegna kennslu og rannsókna starfsfólks Háskóla Íslands færist á reikning viðkomandi deildar, stofnunar eða rannsóknaverkefnis og er innheimtur tvisvar á ári.

Vinsamlega tilgreinið í athugasemdum í beiðnaforminu á lbs.leitir.is hvaða deild á að rukka og verknúmer (ef við á)