Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Millisafnalán: Biðtími og framlengingar

Millisafnalán er sú þjónusta að fá að láni frá öðrum söfnum bækur eða greinar úr tímaritum sem ekki eru til á safninu.

Framlengingar

Lánþegar geta ekki framlengt sjálfir millisafnalán í leitir.is. Ef framlengingar er óskað skal senda tölvupóst þess efnis á millisafnalan@landsbokasafn.is.

Ekki er hægt að lofa framlengingu en alltaf er athugað hvort framlenging sé möguleg.

Biðtími eftir millisafnalánum

Greinar berast yfirleitt innan nokkurra daga, en geta tekið lengri tíma.  Starfsmenn HÍ frá greinar sendar með innanhússpósti, aðrir þurfa að sækja greinarnar í útlánaborðið á 2. hæð.

ATH. vegna höfundarréttarlaga er okkur óheimilt að afhenda greinar rafrænt.

Bækur frá íslenskum söfnum berast yfirleitt innan nokkurra daga en bækur frá Norðurlöndunum eftir 1-2 vikur. Bækur annarsstaðar frá geta verið 3-4 vikur að berast.  Allir þurfa að sækja millisafnalánsbækur í útlánaborðinu á 2. hæð.

Þegar efni hefur borist fær lánþegi tilkynningu þess efnis í tölvupósti.