Greinar berast yfirleitt innan nokkurra daga, en geta tekið lengri tíma. Starfsfólk HÍ fær greinar sendar með innanhússpósti, aðrir þurfa að sækja greinarnar í útlánaborðið á 2. hæð.
ATH vegna höfundarréttarlaga er okkur óheimilt að afhenda greinar rafrænt.
Bækur frá íslenskum söfnum berast yfirleitt innan nokkurra daga en bækur frá Norðurlöndunum eftir 1-2 vikur. Bækur annarsstaðar frá geta verið 3-4 vikur að berast. Allir þurfa að sækja millisafnalánsbækur í útlánaborðinu á 2. hæð.
Þegar efni hefur borist fær lánþegi tilkynningu þess efnis í tölvupósti.
Lánþegar geta ekki framlengt millisafnalán sjálfir. Ef framlengingar er óskað skal senda tölvupóst þess efnis á millisafnalan@landsbokasafn.is.
Ekki er hægt að lofa framlengingu en alltaf er athugað hvort framlenging sé möguleg.