Við byrjum á því að skrá okkur inn á lbs.leitir.is og smelllum á stækkunarglerið.
Næst veljum við Allt efni.
Í þessu dæmi ætlum við að panta bókina The constitutional and legal rights of women í millisafnaláni. Við skrifum titil bókarinnar í leitargluggann og smellum á stækkunarglerið.
Við sjáum að bókin birtist efst í niðurstöðum. Við smellum á bókina til þess að senda inn beiðni.
Næst smellum við á Millisafnalán.
Við fyllum út beiðnina og smellum á Senda beiðni.
Ef allt gengur upp ætti grænn borði með textanum Beiðnin þín var send inn að birtast.
Ef við viljum sjá hver staða frátektarinnar er þá smellum við á notendanafnið og síðan á Frátektarbeiðnir.
Þar smellum við á Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn til þess að sjá stöðu beiðninnar.
Þar sjáum við að beiðnin hefur stöðuna beiðni var búin til. Lánþegi fær síðan tilkynningu í tölvupósti þegar bókin er komin á safnið og hann getur sótt hana.