Skip to Main Content
site header image

Millisafnalán: Panta frá erlendu safni

Millisafnalán er sú þjónusta að fá að láni frá öðrum söfnum bækur eða greinar úr tímaritum sem ekki eru til á safninu.

Áður en pantað er

Notendum er bent á að athuga vel áður en pöntun er gerð hvort bók eða grein sé til á lbs.leitir.is.

1. skref

Við byrjum á því að skrá okkur inn á lbs.leitir.is og smelllum á Millisafnalán.

2. skref

Við fyllum út beiðnina og smellum á Senda beiðni

3. skref

Ef allt gengur upp ætti grænn borði með textanum Beiðnin þín var send inn að birtast. 

4. skref

Ef við viljum sjá hver staða frátektarinnar er þá smellum við á notendanafnið og síðan á Frátektarbeiðnir.

5. skref

Þar smellum við á Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn til þess að sjá stöðu beiðninnar.

6. skref

Þar sjáum við að beiðnin hefur stöðuna beiðni var búin til. Lánþegi fær síðan tilkynningu í tölvupósti þegar bókin er komin á safnið og hann getur sótt hana.