Hefjið leitina á að:
Veljið leitarorð sem lýsa viðfangsefninu vel
Athugið að í mörgum gagnasöfnum er að finna skrá yfir efnisorð sem notuð eru í viðkomandi gagnasafni.
Leit má víkka og þrengja með ýmsum tengingum eða táknum, s.s. AND, OR og NOT (yfirleitt með hástöfum).
Í flestum gagnasöfnum og leitarvélum er sjálfgefið að orð séu tengd með AND sem merkir að bæði/öll orðin sem leitað er að þurfa að finnast í færslunum:
AND þrengir leit
bæði/öll orðin þurfa að koma fyrir í færslunni, t.d.
facebook AND twitter – finnur færslur þar sem fjallað er bæði um facebook og twitter
OR víkkar leit, t.d. facebook OR twitter – finnur færslur þar sem fjallað er um annað hvort eða bæði
NOT þrengir leit með því að útiloka leitarorð, t.d.
social media NOT facebook – finnur færslur um social media en útilokar færslur þar sem fjallað er um facebook
Stjarna (*) er yfirleitt notuð til að tákna einn eða fleiri óþekkta bókstafi og má bæði nota í miðju orði og í enda orðs. Stjarna víkkar leit með því að kalla fram mismunandi endingar orða, t.d.:
volcan* finnur t.d. volcano, volcanoes, volcanic, o.s.frv.
hon*r finnur bæði honor og honour
Þá finnur volcan* aðeins færslur með volcan, volcano, wom*n finnur bæði woman og women, colo?r finnur bæði color og colour.
Svigar (xxx) eru notaðir til þess að afmarka leitarliði, röð aðgerða og til þess að skilyrða tengsl leitarorða.
(antibiotic* OR antiviral) AND seawe*
Byggið upp leit skref fyrir skref og varist flóknar samsetningar. Röng notkun tákna og tenginga gefur rangar leitarniðurstöður.
(antibiotic* OR antiviral) AND seawe* (education AND elementary) NOT secondary
Til að skilgreina viðfangsefnið og finna heppileg leitarorð, finna svör við spurningum eða afla grunnupplýsinga um ýmis málefni er gagnlegt að byrja á að nota:
Alfræðirit – almenn eða sérhæfð
Orðabækur af ýmsum toga eru mikilvægar á ýmsum stigum heimildaleitar og ritunar t.d. til að
Sage Research Methods Online (SRMO) getur komið að góðum notum í þessari vinnu. Þó svo gagnasafnið sé sniðið að þörfum félagsvísinda, inniheldur það upplýsingar um lykilatriði aðferðafræði sem má heimfæra upp á flest fræðasvið. Sage útgáfan hefur sett saman leiðarvísi sem er ætlað að auðvelda notendum að nýta sér safnið sem best.