Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Að finna heimildir: Leitarorð og leitartækni

Upplýsingar um safnkost og heimildaleit

Við upphaf leitar

Hefjið leitina á að:

 • skilgreina viðfangsefnið
 • velja leitarorð
 • athuga hvernig best er að tengja leitarorðin
 • velja heppileg gagnasöfn
 • skoða efnisorðaskrá (e. thesaurus) og möguleika leitarviðmóts viðkomandi gagnasafns sem oft leiðir notandann áfram

Skilgreinið efnið

Veljið leitarorð sem lýsa viðfangsefninu vel    

 • kannið stafsetningu, skilgreiningar og samheiti:
        aeroplane, airplane, aircraft, plane
        wage, salary, pay o.s.frv.
 • athugið víðari eða þrengri heiti:
        disabilities
              physical disabilities
              mental disabilities
 • skyld heiti:
     food, diet, eating, nutrition
 • mun á enskum og amerískum rithætti 
     aluminium – aluminum, behaviour – behavior, cheque – check
    

Athugið að í mörgum gagnasöfnum er að finna skrá yfir efnisorð sem notuð eru í viðkomandi gagnasafni.

Tenging leitarorða með AND, OR og NOT

Leit má víkka og þrengja með ýmsum tengingum eða táknum, s.s. AND, OR og NOT (yfirleitt með hástöfum).

Í flestum gagnasöfnum og leitarvélum er sjálfgefið að orð séu tengd með AND sem merkir að bæði/öll orðin sem leitað er að þurfa að finnast í færslunum: 

AND þrengir leit 
bæði/öll orðin þurfa að koma fyrir í færslunni, t.d. 

facebook AND twitter – finnur færslur þar sem fjallað er bæði um facebook og twitter 

OR víkkar leit, t.d. facebook OR twitter – finnur færslur þar sem fjallað er um annað hvort eða bæði 

NOT þrengir leit með því að útiloka leitarorð, t.d.
social media NOT facebook – finnur færslur um social media en útilokar færslur þar sem fjallað er um facebook

Meira um tengingar og tákn

Stjarna (*) er yfirleitt notuð til að tákna einn eða fleiri óþekkta bókstafi og má bæði nota í miðju orði og í enda orðs. Stjarna víkkar leit með því að kalla fram mismunandi endingar orða, t.d.:

volcan* finnur t.d. volcan​o, volcano​es, volcan​ico.s.frv.

hon*r finnur bæði hon​or og hon​our

 • Í sumum gagnasöfnum táknar * og ? aftur á móti aðeins einn eða engan óþekktan bókstaf og er notað ýmist í enda orðs eða inni í miðju orði

Þá finnur volcan* aðeins færslur með volcan, volcan​owom​*n finnur bæði woman og wom​encolo​?r finnur bæði color og colo​ur. 

Svigar (xxx​) eru notaðir til þess að afmarka leitarliði, röð aðgerða og til þess að skilyrða tengsl leitarorða. 

 ​(antibiotic ​OR antiviral​)  ​AND seawe, ​(education ​AND elementary)NOT secondary

 

Byggið upp leit skref fyrir skref og varist flóknar samsetningar. Röng notkun tákna og tenginga gefur rangar leitarniðurstöður.

Orðabækur og önnur uppsláttarrit

Til að skilgreina viðfangsefnið og finna heppileg leitarorð, finna svör við spurningum eða afla grunnupplýsinga um ýmis málefni er gagnlegt að byrja á að nota:

Alfræðirit – almenn eða sérhæfð

Orðabækur af ýmsum toga eru mikilvægar á ýmsum stigum heimildaleitar og ritunar t.d. til að

 • finna og velja rétt hugtök
 • finna samheiti
 • athuga stafsetningu, skammstafanir o.fl.
 • Snara – Orðabækur af ýmsum toga. Opnar á háskólanetinu.
 • Málið.is – Vefgátt - leit í sjö íslenskum gagnasöfnum
 • Merriam Webster

Sage Research Methods Online - SRMO

Sage Research Methods Online (SRMO) getur komið að góðum notum í þessari vinnu. Þó svo gagnasafnið sé sniðið að þörfum félagsvísinda, inniheldur það upplýsingar um lykilatriði aðferðafræði sem má heimfæra upp á flest fræðasvið. Sage útgáfan hefur sett saman leiðarvísi sem er ætlað að auðvelda notendum að nýta sér safnið sem best.