Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Að finna heimildir: Velkomin

Upplýsingar um safnkost og heimildaleit

Þessum leiðarvísi er ætlað að auðvelda háskólanemum að ...

  • skipuleggja heimildaleitir
  • finna bækur, tímarit og tímaritsgreinar á prenti  og rafrænu formi 
  • leita að efni á einstökum fræðasviðum
  • fá upplýsingar um aðstoð sem er í boði við verkefnavinnu

Hvar eru bækur og tímarit í Þjóðarbókhlöðu?

Bækur sem hægt er að taka að láni eru á 3. og 4. hæð í Þjóðarbókhlöðu.

Uppsláttarrit, alfræði og orðabækur eru á 2. hæð. Þessi rit eru ekki lánuð út en góð aðstaða er á hæðinni til að vinna með ritin.

Íslensk og erlend tímarit eru á 3. hæð, stærstur hluti tímaritakostsins er á rafrænu formi og hægt að leita að einsökum titlum og greinum hér.

Hljóð- og myndefni er á 4. hæð. Mynddiskar eru lánaðir út í 3 daga.

Á fyrstu hæð eru Íslandssafn, Handritasafn og Kvennasögusafn Íslands.

Aðgangur að efni á rafrænu formi

Aðgangur að rafrænu efni er með ýmsu móti. Helstu aðgangsleiðir eru:

  • Opinn aðgangur
  • Landsaðgangur (aðgengilegt úr öllum tölvum með íslenska IP-tölu)
  • Áskrift Landsbókasafns - Háskólabókasafns og/eða Háskóla Íslands og þá aðgengilegt á Háskólanetinu.

Nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands geta notað efni sem Háskólinn kaupir í áskrift utan háskólasvæðisins með VPN tengingu.