Bækur sem hægt er að taka að láni eru á 3. og 4. hæð í Þjóðarbókhlöðu.
Uppsláttarrit, alfræði og orðabækur eru á 2. hæð. Þessi rit eru ekki lánuð út en góð aðstaða er á hæðinni til að vinna með ritin.
Íslensk og erlend tímarit eru á 3. hæð, stærstur hluti tímaritakostsins er á rafrænu formi og hægt að leita að einsökum titlum hér.
Hljóð- og myndefni er á 4. hæð. Mynddiskar eru lánaðir út í 3 daga.
Á fyrstu hæð eru Íslandssafn, Handritasafn og Kvennasögusafn Íslands.
Aðgangur að rafrænu efni er með ýmsu móti. Helstu aðgangsleiðir eru:
Nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands geta notað efni sem HÍ kaupir í áskrift utan háskólasvæðisins með VPN tengingu.