Skip to Main Content
site header image

Að finna heimildir: Að meta leitarniðurstöður

Upplýsingar um safnkost og heimildaleit

Hvaða upplýsingar standast fræðilegar gæðakröfur?

Að geta metið gæði upplýsinga er lykilatriði í heimildavinnu.

Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar leitað er á Internetinu, t.d. í leitarvél á borð við Google. Á meðan námsbækur og vísindatímarit hafa yfirleitt farið í gegnum ritstýringu og ritrýni er óvíst með slíkt þegar kemur að efni á Internetinu. Það er því gott að huga sérstaklega vel að efni sem sótt er á vefsíður og nota eftirtalin atriði til að leggja mat á það:

1. Hvenær birtust upplýsingarnar

 • Eru þær nýjar?
 • Hafa þær verið endurskoðaðar eða uppfærðar?
 • Kallar viðfangsefnið á nýjar upplýsingar eða duga eldri allt eins vel?
 • Virka krækjur á síðunni og á hvers konar efni vísa þær?

2. Hafa upplýsingarnar vægi fyrir þína rannsókn/verkefni?

 • Tengjast upplýsingarnar viðfangsefninu eða svara þær spurningu þinni?
 • Hverjum eru upplýsingarnar ætlaðar?
 • Gætir þú fundið öruggari upplýsingar til að nota í staðinn, m.t.t. fræðilegra gæða?

3. Hver ber ábyrgð á efninu?

 • Hver er höfundur/útgefandi?
 • Hefur höfundur sérfræðiþekkingu á viðkomandi efni, hefur hann skrifað meira um það?
 • Hvaða stofnun tengist hann eða starfar hjá?
 • Er vefurinn sem birtir efnið traustur, t.d. háskólastofnun eða önnur menntastofnun, opinber stofnun, félagasamtök eða er um fyrirtæki að ræða? Endingar vefslóða gefa vísbendingu um þetta (.edu = menntastofnun, .gov = opinber stofnun, .org = félagasamtök, .com = fyrirtæki).
 • Eru upplýsingar um tengilið á síðunni og hægt að setja sig í samband við viðkomandi, t.d. útgefanda eða höfund?

4. Er umfjöllunin áreiðanleg og rétt?

 • Er vitnað til heimilda?
 • Hefur efnið verið ritrýnt?
 • Er hægt að sannreyna upplýsingarnar?
 • ​Hvernig er framsetning, t.d. stafsetning og málfar?
 • Hver er tilgangur viðkomandi vefs (að fræða, persónuleg skoðun, selja vöru eða þjónustu?​

Er fréttin fölsk?