Skip to Main Content
site header image

Skemman (varðveislusafn), leiðbeiningar um verkefnaskil: Að loknum skilum

Skemman er rafrænt varðveislusafn fyrir lokaritgerðir íslensku háskólanna.

Athugið að doktorsritgerðir eru skráðar í varðveislusafnið Opin vísindi, sjá leiðbeiningar hér

Staðfesting á skilum til deilda

Tölvupósti með staðfestingu á birtingu verkefnis í Skemmu (seinni tölvupósturinn úr Skemmu) skal skila samkvæmt leiðbeiningum og reglum deilda um lokaskil. 

Bíður staðfestingar

Að loknum skilum má sjá undir Skilin mín að verkefnið bíður staðfestingar. Höfundur fær þá tölvupóst þar sem fram kemur að efnið hafi skilað sér og bíði þess að farið verði yfir það. Þessi tölvupóstur er staðfesting á skilum

Yfirferð

Ef eitthvað er athugavert við skilin fær höfundur tilkynningu um að verkinu hafi verið hafnað og upplýsingar um hvað þarf að laga. Allar tilkynningar frá Skemmunni eru einungis sendar í hi-netföng nemenda. 

Yfirferð og staðfesting

Að lokinni yfirferð er verkefni birt í Skemmu en heildartexti þess opnast ekki fyrr en við brautskráningu yfirstandandi misseris. Þegar starfsfólk Skemmu hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni og Bókasafni Menntavísindasviðs hefur farið yfir skráningu verkefnis og samþykkt það til birtingar fær höfundur tölvupóst þess efnis. Það er þessi seinni tölvupóstur sem skilað er til deildar sem staðfestingu á því að Skemmuskilum sé lokið.