Athugið að doktorsritgerðir eru skráðar í varðveislusafnið Opin vísindi, sjá leiðbeiningar hér
Nemandi sem hyggst útskrifast frá Háskóla Íslands skal skila rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu í Skemmuna sem er rafrænt varðveislusafn lokaverkefna nemenda.
Ritgerð skal skilað á pdf-formi fyrir skiladag viðkomandi deildar ásamt rafrænni yfirlýsingu um meðferð verkefnisins.
Yfirlýsingunni skal skilað rafrænt á pdf-formi í Skemmuna sem sérskjali með ritgerðinni í skrefi 2.