Skip to Main Content
site header image

Skemman (varðveislusafn), leiðbeiningar um verkefnaskil: Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna

Skemman er rafrænt varðveislusafn fyrir lokaritgerðir íslensku háskólanna.

Athugið að doktorsritgerðir eru skráðar í varðveislusafnið Opin vísindi, sjá leiðbeiningar hér

Skil á lokaverkefnum við Háskóla Íslands

Nemandi sem hyggst útskrifast frá Háskóla Íslands skal skila rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu í Skemmuna sem er rafrænt varðveislusafn lokaverkefna nemenda. 

Ritgerð skal skilað á pdf-formi fyrir skiladag viðkomandi deildar ásamt rafrænni yfirlýsingu um meðferð verkefnisins.

Yfirlýsingunni skal skilað rafrænt á pdf-formi í Skemmuna sem sérskjali með ritgerðinni í skrefi 2. 

 

  • Athugið að ritgerðin sem skilað er sé örugglega lokagerð ritgerðarinnar. Ef mistök í skilum eiga sér stað er hægt að biðja um að skjölum sé skipt út einu sinni fyrir útskrift. Sendið þá póst á hi@skemman.is
     
  • Eftir útskrift er ekki lengur mögulegt að skipta út skjölum nema með skriflegu leyfi leiðbeinanda.