Skip to Main Content
site header image

Skemman (varðveislusafn), leiðbeiningar um verkefnaskil: Velkomin

Skemman er rafrænt varðveislusafn fyrir lokaritgerðir íslensku háskólanna.

Athugið að doktorsritgerðir eru skráðar í varðveislusafnið Opin vísindi, sjá leiðbeiningar hér

Velkomin á Skemmuvefinn

Sagan

Skemman var upphaflega sameiginlegt þróunarverkefni Háskólans á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands og var hýst hjá Kennaraháskólanum frá 2006 til 2009.

Vorið 2008 var samþykkt að Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn tæki við hýsingu hennar og rekstri. 

Skemman er rafrænt varðveislusafn sem heldur utan um lokaverkefni nemenda allra íslenskra háskóla á bakkalár og meistarastigi. Vefurinn byggir á DSpace hugbúnaði.

Innskráning/aðgangsorð

Notendur skrá sig inn á Menntaskýinu. Ef skilað er í Skemmu án þess að vera skrá (-ur) inn í Outlook/365 hjá skólanum í vafranum þarf að nota aðgangsorð - þau sömu og notuð eru til að komast á Uglu/innri vefinn.

Háskóli Íslands í Skemmunni

Flokkar og söfn

 • Félagsvísindasvið
 • Heilbrigðisvísindasvið
 • Hugvísindasvið
 • Menntavísindasvið
 • Verkfræði og náttúruvísindasvið
 • Ráðstefnurrit til 2015
  • Söguþing Sagnfræðistofnunar
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar
  • Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar
  • Menntakvika
 • Rafræn tímarit til 2015
  • Stjórnmál og stjórnsýsla
  • Netla
  • Uppeldi og menntun

Reglur fyrir Háskóla Íslands

 Reglur fyrir Háskóla Íslands

Samkvæmt breytingu á 54. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 sem samþykkt var í háskólaráði 3. desember 2015 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. desember skulu stúdentar skila lokaritgerðum á bakkalár- og meistarastigi rafrænt í gagnakerfið Skemman.is sem vistað er hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni á formi sem safnið ákveður.

Doktorsritgerðir falla ekki undir þetta ákvæði.

Frá 2015 eru doktorsritgerðir skrifaðar við íslenska háskóla vistaðar í varðveislusafninu Opin vísindi, sjá leiðbeiningar hér.