Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Skemman (varðveislusafn), leiðbeiningar um verkefnaskil: Velkomin

Skemman er rafrænt varðveislusafn fyrir lokaritgerðir íslensku háskólanna.

Athugið að doktorsritgerðir eru skráðar í varðveislusafnið Opin vísindi, sjá leiðbeiningar hér

Velkomin á Skemmuvefinn

Sagan

Skemman var upphaflega sameiginlegt þróunarverkefni Háskólans á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands og var hýst hjá Kennaraháskólanum frá 2006 til 2009.

Vorið 2008 var samþykkt að Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn tæki við hýsingu hennar og rekstri. 

Skemman er rafrænt varðveislusafn sem heldur utan um lokaverkefni nemenda allra íslenskra háskóla á bakkalár og meistarastigi. Vefurinn byggir á DSpace hugbúnaði.

Aðgangsorð

Sömu aðgangsorð gilda fyrir Skemmuna og Uglu

Háskóli Íslands í Skemmunni

Flokkar og söfn

 • Félagsvísindasvið
 • Heilbrigðisvísindasvið
 • Hugvísindasvið
 • Menntavísindasvið
 • Verkfræði og náttúruvísindasvið
 
 • Ráðstefnurrit til 2015
  • Söguþing Sagnfræðistofnunar
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar
  • Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar
 • Rafræn tímarit til 2015
  • Stjórnmál og stjórnsýsla

Reglur fyrir Háskóla Íslands

 Reglur fyrir Háskóla Íslands

Samkvæmt breytingu á 54. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 sem samþykkt var í háskólaráði 3. desember 2015 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. desember skulu stúdentar skila lokaritgerðum á bakkalár- og meistarastigi rafrænt í gagnakerfið Skemman.is sem vistað er hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni á formi sem safnið ákveður.

Doktorsritgerðir falla ekki undir þetta ákvæði.

Frá 2015 eru doktorsritgerðir skrifaðar við íslenska háskóla vistaðar í varðveislusafninu Opin vísindi, sjá leiðbeiningar hér.