Skip to Main Content
site header image

Opin vísindi (varðveislusafn): Skil - Doktorsritgerðir

Opin vísindi er stafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar og efni sem birtist á vegum íslenskra háskóla

Verklagsreglur um rafræn skil og vistun doktorsritgerða frá Háskóla Íslands í Opin vísindi

Hefja innsendingu (skref 1)

Doktorsnemi vistar stafrænt eintak lokaritgerðar í Opin vísindi fjórum vikum fyrir dagsetningu doktorsvarnar. Rafrænt handrit lokaritgerðar fylgir sniðmáti Háskóla Íslands fyrir doktorsritgerðir. Eftir skil fær doktorsnemi tilkynningu frá safninu um að ritgerð sé móttekin og ber ábyrgð á að staðfesting móttöku berist umsjónarkennara og verkefnisstjóra doktorsnáms á fræðasviðinu vel fyrir dagsetningu doktorsvarnar (sjá nánar Verklagsreglur um rafræn skil og vistun doktorsritgerða frá Háskóla Íslands).

Áður en innsending hefst þarf að nýskrá sig á vefinn (sjá Skil - Innskráning)

Eftir Innskráningu er smellt á Innsendingar undir Reikningurinn minn og þá á Þú getur hafið nýja innsendingu.

Veljið viðeigandi Safn úr flettiglugganum og smellið á Næsta skref. Þar sem Doktorsritgerðir innhalda hvorki DOI né WoS númer er smellt á Næsta skref.

Fyllið út hver er Höfundar doktorsritgerðar (ef höfundur er með ORCID ID á að skrá það, sjá leiðbeiningar) og hver var Leiðbeinandi

Sláið inn Titill og Útgáfudagsetningu.

Veljið ISBN númer úr flettiglugganum í Auðkenni, sláið inn og smellið á Bæta við.

Hægt er að sækja um ISBN númer hér.

 

Veljið Doktorsritgerð úr flettiglugganum í Tegund.

 

Veljið loks aðal tungumál ritgerðarinnar og smellið á Næsta skref.

Skref 2

Skráið Háskóla, Svið og Deild (þar sem við á)

Valfrjálst er að setja Efnisorð.

Skráið Útdrátt , hægt er að Bæta við ef útdráttur er á fleiri en einu tungumáli

Lokst er smellt á Næsta skref

Hlaða upp og Aðgangstöf

Skrár eiga að vera á PDF formi

Doktorsnemi ákveður, í samráði við leiðbeinanda sinn, hvernig aðgangi að verkefninu skuli háttað, þ.e. hvort ritgerðin, og/eða greinarnar sem henni kunna að fylgja, er vistuð opin og öllum aðgengileg til aflestrar og prentunar, opin að hluta til eða lokuð um óákveðinn tíma eða
tímabundið t.d. vegna viðkvæms efnis, rannsóknahagsmuna eða fyrirhugaðrar útgáfu. Ef doktorsverkefninu fylgja handrit að óbirtum greinum aðstoðar sérfræðingur Lbs-Hbs,nemandann við að vista handritin lokuð.

Helsta ástæða fyrir aðgangstöf er ef að í ritgerðinni eru tímaritsgreinar sem ekki hafa verið birtar eða að útgefandi hamli birtingu. Hægt er að fletta uppá útgáfustefnum útgefanda á https://v2.sherpa.ac.uk/romeo/.

Einnig er möguleiki á að hafa hluta ritgerðar opin og hluta hennar lokaðan og er þá hlutum skilað inn í tveimur eða fleiri PDF skjölum og mismunandi aðgangur tilgreindur fyrir hvert skjal eftir sem við á.

Vinsamlega farið vel yfir og athugið að allt sé rétt og leiðréttið eftir þörfum

Þegar skilmálar hafa verið samþykktir fer ritgerðin til yfirferðar. Þegar ritgerðin hefur verið samþykkt til birtingar er sendur út tölvupóstur og ritgerðin birtist og verður leitarbær á Opin Vísindi.