Skip to Main Content
site header image

Opin vísindi (varðveislusafn): ORCID

Opin vísindi er stafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar og efni sem birtist á vegum íslenskra háskóla

Hvað er ORCID?

Áður en innsendingarferlið er hafið er mælst til þess að höfundar sæki um ORCID ID.

ORCID ID er stafrænt auðkenni fyrir fræðimenn. Með ORCID ID er tryggt að verkum fræðimanna með sama nafn sé ekki ruglað saman. Með ORCID ID er mismunandi birtingarmyndum nafna fræðimanna smalað saman undir einn hatt. 

Af hverju ORCID?

Margir styrktaraðilar og rannsóknasjóðir eru nú farnir að gera kröfu um að höfundar séu með ORCID ID, m.a. vegna þess að þá er einfalt fyrir þá að leita sér upplýsinga um höfunda og verk á heimasvæði þeirra hjá ORCID. Því er mIkilvægt er að sem flestir fræðimenn sæki um ORCID ID.

Sótt um ORCID

Einfalt er að sækja um ORCID ID á orcid.org

Undir For Researcher er smellt á Register for an ORCID ID

Fyllið út formið, samþykkið skilmála og smellið á Register.

Þið fáið nú tölvupóst á það netfang sem gefið var upp, nauðsynlegt er að smella á Verify you email address til þess að virkja aðganginn.

Á heimasvæði ykkar getið þið bætt við upplýsingum við um menntun, störf o.fl.  ORCID ID er birt undir nafninu ykkur og er 16 tölustafa runa: