Skemman er varðveislusafn lokaverkefna nemenda á grunn- og meistarastigi. Lokaverkefni nemenda allra íslenskra háskóla eru varðveitt í Skemmu. Samkvæmt 54. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 skal nemandi sem hyggst útskrifast frá Háskóla Íslands skila inn rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu í Skemmuna. Markmiðið er m.a. að opna sem flestum aðgang að fræðilegu efni og eru nemendur hvattir til að hafa verkefni sín opin. Sumar deildir hafa sett reglur um aðgang að lokaverkefnum og er nemendum bent á að kynna sér vel leiðbeiningar í sinni deild.
Nemendur Háskóla Íslands þurfa að skila rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu (bakkalár, framhaldsnám) í varðveislusafnið Skemman.is og af doktorsritgerðum í varðveislusafnið Opin vísindi.
Í Þjóðarbókhlöðu er að finna prenteintök af lokaverkefnum nemenda Háskóla Íslands, bakkalár- og meistaraverkefnum, frá 1990 til haustsins 2011. Lokaverkefni frá 2009-2011 eru mörg hver einnig aðgengileg í Skemmunni. Lokaverkefnin eru staðsett á 3ju hæð í Þjóðarbókhlöðu í lokuðu rými og þarf að biðja um þau í afgreiðslu. Lokaverkefni eru ekki lánuð út þau er aðeins hægt að lesa á safninu. Í einstaka tilfelli hefur höfundur ákveðið að loka verkefni sínu, t.d. þegar það inniheldur trúnaðarupplýsingar.
Lokaverkefni (bakkalár og meistara) skrifuð fyrir 1990 hafa verið flutt til Þjóðskjalasafns Íslands þar sem þau eru varðveitt sem hluti af skjalasafni Háskóla Íslands. Þessi lokaverkefni verður í framtíðinni hægt að skoða á lessal Þjóðskjalasafns.
Upplýsingar um öll lokaverkefni er að finna á leitir.is.
Frá og með haustinu 2011 eru lokaverkefni á bakkalárstigi eingöngu aðgengileg á rafrænu formi í varðveislusafninu Skemman.is
Lokaverkefni á meistarastigi eru hins vegar aðgengileg bæði á prenti - á 3.hæð í Þjóðarbókhlöðu og á rafrænu formi í Skemmunni.
Upplýsingar um öll lokaverkefni er að finna á leitir.is.
Einnig er hægt að leita að rafrænum eintökum á Skemman.is
Frá og með 2016 eru lokaverkefni nemenda Háskóla Íslands aðeins varðveitt hjá safninu á rafrænu formi í varðveislusafninu Skemman.is
Upplýsingar um öll lokaverkefni er að finna á leitir.is
Einnig er hægt að leita að rafrænum eintökum á Skemman.is
Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga
Skráin inniheldur upplýsingar um ritgerðir skrifaðar af Íslendingum við Háskóla Íslands og erlenda háskóla til 2015.
Doktorsritgerðir í Skemmunni, 2009-2016
Doktorsritgerðir í Opin vísindi frá 2016
Í einstaka tilfelli hafa doktorsritgerðir sem varðar voru fyrir 2016 verið vistaðar í Opnum vísindum.
Á leitir.is er hægt að finna upplýsingar um ritgerðir bæði á prenti og rafrænu formi. Leitaraðferðin fer eftir því hversu miklar upplýsingar um lokaverkefnið notandi hefur; höfundur, titill, efni, ártal o.s.frv. Ef leitað er að tilteknu efni er betra að nota efnisorð sem nær yfir víðara svið. Þegar listi yfir leitarniðurstöður birtist getur verið gagnlegt að skoða tillögur um sérhæft efni innan viðkomandi efnissviðs til að þrengja leitina. Sá valkostur birtist vinstra megin við listann á skjánum.
Einnig er hægt að leita að lokaverkefnum á rafrænu formi frá 2009 í varðveislusafninu Skemman.is og doktorsritgerðum frá 2016 í varðveislusafninu Opin vísindi.
Leitir.is er samskrá íslenskra bókasafna og því er hægt að leita þar að lokaverkefnum sem skrifuðu hafa verið við aðra íslenska háskóla. Þá er viðhöfð sama aðferð og þegar leitað er að lokaverkefnum Háskóla Íslands nema leitin er takmörkuð við annan háskóla.
Einnig er hægt að leita að rafrænum eintökum á Skemman.is.
Guðrún Tryggvadóttir
Sviðsstjóri þjónustu og miðlunar
gudrun.tryggvadottir@landsbokasafn.is
Sími: 525 5731