Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Rafbækur í áskrift: Velkomin

Upplýsingar um rafbækur í áskrift bókasafnsins og/eða Háskóla Íslands

Velkomin

Í þessum leiðarvísi er að finna upplýsingar um rafbækur hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Rafbækur eru í boði á flestum fræðasviðum og gagnast sérstaklega nemendum og starfsmönnum Háskóla Íslands.

Ný rafræn söfn

Nú hafa starfsmenn og stúdentar Háskóla Íslands aðgang að um 190.000 rafbókum á öllum fræðasviðum í gagnasafninu ProQuest Ebook Central  

Athugið!

Einstök rafræn söfn geta innihaldið efni sem er ekki í áskrift safnsins og/eða Háskóla Íslands. Oft er boðið uppá að takmarka leit við efni í áskrift og getur það verið góður kostur.

Að nota rafbækur - almennar upplýsingar

Rafbækur eru keyptar sérstaklega fyrir nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands. Það er hægt að leita að rafbókum, eins og öðrum safnkosti, í bókasafnskerfinu lbs.leitir.is Til þess að fá aðgang að bókunum þarf notandi að vera staddur á bókasafninu í Þjóðarbókhlöðu eða tengdur háskólanetinu. Hægt er að tengjast Háskólanetinu utan háskólasvæðisins með VPN tengingu.

Aðrir gestir geta nálgast rafræn gögn bókasafnsins á safninu í Þjóðarbókhlöðu, annað hvort úr tölvum á 2. hæð eða með þráðlausri tengingu úr eigin fartölvu. Starfsmenn í þjónustuborði á 2. hæð aðstoða og veita aðgang að tölvum á hæðinni. 
 
 Flestar rafbækur
  • er hægt að finna með leit í safnkosti bókasafnsins á lbs.leitir.is 
  • er hægt að finna með leit í safni viðkomandi útgefanda
  • er hægt að lesa sem PDF skrár, HTML síður eða með Adobe Digital Edition forritinu
  • er hægt að nota á bókasafninu, á háskólasvæðinu eða utan þess með því að tengjast Háskólanetinu með VPN tengingu.

Notkunarskilmálar - almennt

Leyfilegt 

  • að leita í söfnum útgefenda, skoða safnkost og einstakar bækur
  • að prenta út og vista bókarkafla til persónulegara nota í tengslum við nám, kennslu og rannsóknir
  • að setja krækjur í rafbækur og bókarkafla í bókalista á kennsluvefi Háskóla Íslands

Óleyfilegt

  • að nota rafbók eða hluta hennar í viðskiptalegum tilgangi
  • að dreifa, selja eða breyta rafbók
  • að hlaða rafbókum kerfisbundið niður

Hafðu samband

undefined

Guðrún Tryggvadóttir
Sviðsstjóri þjónustu og miðlunar
gudrun.tryggvadottir@landsbokasafn.is
Sími: 525 5731