Skip to Main Content
site header image

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) - United Nations (UN): SÞ á Íslandi

Upplýsingar um og aðgangur að gögnum SÞ

Háskólar SÞ - HSÞ

Háskólar SÞ á Íslandi verða Þekkingarmiðstöð þróunarlanda

Háskóli Sameinuðu þjóðanna var settur á stofn árið 1975 til að styrkja alþjóðlegt samstarf á milli SÞ, háskóla og annarra sem stunda vísindarannsóknir, með sérstaka áherslu á þróunarríkin. Markmið skólans er m.a. að tengja vísindamenn víðs vegar að úr heiminum og að efla rannsóknir á málefnum sem eru ofarlega á baugi hjá SÞ, annars vegar umhverfismál og sjálfbæra þróun og hinsvegar frið og góða stjórnunarhætti. Skólar sem eru hluti af neti Háskóla SÞ eru nú 16 talsins og starfa víða um heim í aðildarríkjum SÞ.

Frá 1. janúar 2020 er nýtt yfirheiti þeirra fjögurra skóla sem starfræktir eru hérlendis sem skólar Háskóla SÞ, Þekkingarmiðstöð þróunarlanda (International Centre for Capacity Development). Skólarnir starfa undir merkjum Menningarmálastofunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og eru reknir af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.

Háskólar Sþ

Jafnréttisskóli HSÞ varð hluti af neti Háskóla SÞ hinn 9. maí 2013, en honum var komið á fót sem tilraunaverkefni utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands í janúar 2009.

 Jarðhitaskólinn er rekinn á Orkustofnun.

 

Landgræðsluskólinn varð formlega hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna í febrúar 2010. Skólinn er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins.

Sjávarútvegsskólinn  varð hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna 1998. Markmið hans er að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og fiskveiðum í þróunarríkjum. Hafrannsóknastofnun ber ábyrgð á rekstri skólans, en starfsemin byggist á samstarfi við Matís, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, auk fjölda fyrirtækja og annarra stofnana.