Notið lbs.leitir.is til að finna bækur á safninu. Rafbækur sem eru í áskrift HÍ og safnsins eru aðeins aðgengilegar á háskólanetinu. Sum námskeið eiga fráteknar ákveðnar bækur. Þær bækur eru á námsbókasafninu á 3. hæð.
Efni sem er ekki til á safninu er hægt að panta í millisafnaláni á lbs.leitir.is. Nánari upplýsingar:
Hægt er að senda inn tillögur um bókakaup með því að fylla út eyðublað á vef safnsins.
Athugið að hér eru EINUNGIS SÝNISHORN af bókum sem tengjast námsgreininni.
Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey flokkunarkerfinu og raðað í hillur samkvæmt því.
510 Stærðfræði
| 511 | Almennar undirstöðugreinar | 
| 512 | Algebra, talnafræði | 
| 512.5 | Línuleg algebra | 
| 512.55 | Grannalgebra | 
| 513 | Reikningur | 
| 514 | Grannfræði | 
| 515 | Stærðfræðigreining | 
| 515.7 | Fellagreining | 
| 515 | Rúmfræði | 
| 516.3 | Hnitarúmfræði | 
| 516.35 | Algebruleg rúmfræði | 
| 516.36 | Deildarrúmfræði | 
| 519 | Líkinda- og heimfærð stærðfræði | 
| 519.2 | Líkindafræði | 
| 519.3 | Leikjafræði | 
| 519.5 | Stærðfræðileg tölfræði | 
| 519.7 | Bestun | 
| 519.8 | Sérstök viðfangsefni | 
Nemendur eru hvattir til að kynna sér námsbókasafnið og athuga hvort kennarar hafi óskað eftir að bækur/efni sé frátekið fyrir tiltekin námskeið.