Opnað fyrir beiðnir um afgreiðslu bókalista fyrir haustmisseri 2025: 20. maí 2025.
Tölvupóstur sendur til að minna kennara á að skila inn bókalistum fyrir upphaf haustmisseris 2025 : 7. ágúst 2025.
Til þess að tryggja að efni verði komið upp í hillur námsbókasafns á réttum tíma þarf að skila inn bókalista í síðasta lagi 7 dögum fyrir upphaf kennslu.
Vinsamlegast athugið að bókalistar eru afgreiddir í þeirri röð sem þeir berast.
Hægt er að senda inn beiðni um bókakaup með því að fylla út eyðu-blað á vef safnsins.
Námsbókasafn er staðsett á 3. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Þar er að finna námsbækur og annað efni sem kennarar í Háskóla Íslands hafa látið taka frá fyrir nemendur í einstökum námskeiðum.
Agnes Jónasdóttir, MA
Umsjónarmaður námsbókasafns
namsbokasafn@landsbokasafn.is
Sími: 525 5781