Námsbókasafn er staðsett á 3. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Þar er að finna námsbækur og annað efni sem kennarar í Háskóla Íslands hafa látið taka frá fyrir nemendur í einstökum námskeiðum. Nánar um námsbókasafnið í leiðarvísi þess.
Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig við athugum hvort námsefni í námskeiðum séu til staðar á námsbókasafninu.
Við byrjum á því að skrá okkur inn á lbs.leitir.is. Næst smellum við á stækkunarglerið.
Síðan veljum við Námsbókasafn.
Í þessu dæmi ætlum við að leita að bókum í áfanganum FOM102F Eigindlegar rannsóknaraðferðir I. Við skrifum stuttnúmer námskeiðsins FOM102F í leitargluggann og smellum á stækkunarglerið.
Við fáum 14 niðurstöður. Við smellum á bókina Qualitative research methods.
Við sjáum að bókin er til í tveimur eintökum. Annað eintakið er til láns í 14 daga og hitt einungis fyrir innanhússláni. Hillustaðsetningin er 300.72 Hen og bæði eintökin eru í námsbókasafni á 3. hæð Þjóðarbókhlöðu.
Athugið ef við sleppum því skrá okkur inn í upphafi leitar, þá sjást ekki upplýsingarnar um lánstímann.
Hér sjáum við dæmi um aðra bók sem er aðgengileg sem rafbók. Rafbækur geta verið aðgengilegar í gegnum mismunandi rafbókasöfn en í þessu tilviki er hún aðgengileg hjá VLeBook. Til að opna rafbókina, smellum við á það.
Athugið að ef bókin opnast ekki, gæti það verið út af því að rafbókin er aðgengileg í gegnum séráskriftir HÍ og bókasafnsins. Í þeim tilvikum verður notandinn að vera tengdur háskólanetinu til að fá aðgang að bókinni.