Safnkosturinn er flokkaður eftir Dewey flokkunarkerfinu. Kerfið er byggt upp á tíu efnisflokkum og undirflokkum því raðað í hillur samkvæmt því.
Í þessum leiðarvísi er að finna upplýsingar um aðalflokkana tíu, helstu þekkingarsviðin og leiðarvísa sem tengjast þeim. Dewey númerin sem tengjast landafræði og sögu Íslands ásamt nánari flokkun á efni innan lögfræðinnar.
Hér er dæmi um aðalflokkinn 300 fyrir félagsvísindi en þar er að finna efni í eftirfarandi undirflokkum: 302 fyrir félagsleg samskipti, 302.2 fyrir boðskipti og svo 302.23 fyrir fjölmiðla. Undirflokkarnir eru nánari flokkun á viðkomandi efnisflokki eftir því hversu sérhæft efnið er og bætast þá við fleiri aukatölustafir.
Bókin Mass communication theories : explaining origins, process, and effects er þá staðsett á 4. hæð í Þjóðarbókhlöðu undir 302.23 DeF
Bækur í flokkunum 000-329 eru staðsettar á 3. hæð í Þjóðarbókhlöðu og bækur í 330-999 á 4. hæð.
| 000 | Almennt efni, tölvunarfræði |
| 100 | Heimspeki, sálfræði |
| 200 | Trúarbrögð |
| 300 | Félagsvísindi |
| 400 | Tungumál |
| 500 | Raunvísindi |
| 600 | Tækni, þ.m.t. læknisfræði |
| 700 | Listir, skemmtanir, íþróttir |
| 800 | Bókmenntir |
| 900 | Sagnfræði, landafræði, ævisögu |