Til þess að uppfylla grænu leið opins aðgangs er hægt að hlaða upp handriti að grein.
Annað hvort svökölluðu pre-print, sem er óritrýnt handrit að grein en það er sú útgáfa sem send hefur verið til útgefanda en er enn óritrýnt og ekki tilbúið til birtingar í áskriftartímariti.
Hins vegar svökölluðu post-print / accepted manuscript, sem er lokagerð handrits höfundar, handrit sem búið er að ritrýna og höfundar búnir að yfirfara og senda aftur til útgefanda til birtingar í áskriftartímariti.
Útgefendur leyfa oftast birtingu á greinum eins og þessum, pre-print og post-print, þó svo að greinin birtist í lokuðu áskriftartímariti.
Ef um pre-print er að ræða er oftast leyfilegt að birta handritið án birtingartafar (embargo). Vinsamlegast kynnið ykkur hvernig best er að haga birtingu pre-print með því að skoða sérstaka vefþjóna sem sjá um slíkar handritsbirtingar (e. pre-print server).
Ef um Post-print er að ræða þarf að huga að birtingartöfum sem útgefandi setur.
Hægt er að fletta upp útgáfustefnum tímarit með því á að fletta þeim upp á SherpaRomeo.
Til að hlaða upp post-print í IRIS er í raun fylgt i einu öllu áðurnefndum leiðum á skráningu efnis (sjá: Sjálfvirkur innflutningur eða Skrá efni). Það þarf hins vegar að hlaða upp viðkomandi skjölum handvirkt. Við erum stödd í sniðmátinu fyrir grein og hlöðum skjalinu undir Rafræn útgáfa.
Settu birtingartöf samkvæmt fyrirmælum útgefanda og veldu viðeigandi leyfi (ef við á).
Greinin verður með þessu vistuð og varðveitt í varðveislusafninu Opin vísindi.
Gera má þó ráð fyrir að sólarhringur líði áður en skjalið verður sýnilegt þar.