Skip to Main Content
site header image

IRIS - Leiðbeiningar fyrir rannsakendur: Post-print rannsóknarútgáfu

Hlaða upp post-print skjali

Til þess að uppfylla grænu leið opins aðgangs er hægt að hlaða upp handriti að grein.

Annað hvort svökölluðu pre-print, sem er óritrýnt handrit að grein en það er sú útgáfa sem send hefur verið til útgefanda en er enn óritrýnt og ekki tilbúið til birtingar í áskriftartímariti.

Hins vegar svökölluðu post-print / accepted manuscript, sem er lokagerð handrits höfundar, handrit sem búið er að ritrýna og höfundar búnir að yfirfara og senda aftur til útgefanda til birtingar í áskriftartímariti. 

Útgefendur leyfa oftast birtingu á greinum eins og þessum, pre-print og post-print, þó svo að greinin birtist í lokuðu áskriftartímariti. 

Ef um pre-print er að ræða er oftast leyfilegt að birta handritið án birtingartafar (embargo). Vinsamlegast kynnið ykkur hvernig best er að haga birtingu pre-print með því að skoða sérstaka vefþjóna sem sjá um slíkar handritsbirtingar (e. pre-print server). 

Ef um Post-print er að ræða þarf að huga að birtingartöfum sem útgefandi setur.
Hægt er að fletta upp útgáfustefnum tímarit með því á að fletta þeim upp á SherpaRomeo.

 

Til að hlaða upp post-print í IRIS er í raun fylgt i einu öllu áðurnefndum leiðum á skráningu efnis (sjá: Hvernig á að skrá grein?). Það þarf hins vegar að hlaða upp viðkomandi skjölum handvirkt.

Af forsíðu prófílsins er valið Add content > Research output > Contribution to journal > Article > choose

 

Hér þarf að fletta niður síðuna og finna Electronic version(s), and related files and links.

1. Smelltu á Add electronic version (file, link or DOI)

2. Svo á Upload an electronic version

 

3. Veldu viðeigandi skrá með því að smella á Drag file or browse your computer: 

 

 

4. Veldu næst Document version: 

 

Settu birtingartöf samkvæmt fyrirmælum útgefanda og veldu viðeigandi leyfi (ef við á).

5. Rafræn útgáfa þín, í þessu dæmi post-print, lítur þá svona út

 

 

Greinin verður með þessu vistuð og varðveitt í varðveislusafninu Opin vísindi.

Gera má þó ráð fyrir að sólarhringur líði áður en skjalið verður sýnilegt þar.