Íris (Icelandic Research Information System) er rannsóknarupplýsingakerfi þar sem safnað er saman upplýsingum um rannsóknarverkefni, rannsóknarstyrki og allar rannsóknarafurðir rannsakenda við háskóla og rannsóknarstofnanir á Íslandi og birtar á Írisi.
Íris er svokallað CRIS kerfi (Current Research Information System). Í júlí árið 2019 gekk Mennta- og menningarmálaráðuneytið frá samingi við Elsevier um kaup á CRIS kerfinu Pure. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður skrifaði undir samninginn við Elsevier og jafnhilða því tók Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn að sér að vera rekstraraðili kerfisins.
Íris er sameiginlegt rannsóknarupplýsingakerfi fyrir allar helstu rannsóknarstofnanir, háskóla og spítala á Íslandi. Þær stofnanir sem eru aðilar að kerfinu í byrjun eru:
Seinna er ætlunin að fleiri rannsóknarstofnanir á Íslandi bætist í hópinn. Íris mun því framtíðinni geta gefið heildstæða mynd af öllu rannsóknarstarfi á Íslandi.