Skip to Main Content
site header image

IRIS - Leiðbeiningar fyrir rannsakendur: Handvirk skráning

Flytja inn efni úr erlendum gagnasöfnum

 

Ef efni birtist ekki í sjálfvirkum innflutningi má skrá það inn með því að smella á "Add content":

 

Sprettigluggi opnast. 

Með því að smella á "research output" má velja ýmis sniðmát rannsóknarafurða, eins og "Create from template" og þá er t.a.m. hægt að velja "Contribution to journal", "Chapter in book/Report/Conference proceeding", ofl.
Skráðu efni frá grunni með því að velja viðeigandi sniðmát.

Hér má sjá dæmi um svona skráningu þar sem rannsakandi velur að skrá inn efni eftir sig með því að  velja "Import from online source" 

 

 

Samkvæmt stillingu frá framleiðanda PURE flyst efni fyrst inn í kerfið úr Scopus en rannsakendur geta sett upp sjálfvirkan innflutning á efni eftir sig með því að nota stillingar á sínu svæði og valið að tengja við fleiri gagnasöfn.  Með tímanum verða fleiri gagnasöfn tengd IRIS og fjölbreyttari upplýsingar um rannsakendur og stofnanir verða sýnilegar. 
 

Leit að efni til að skrá í kerfið

 

Finndu þitt efni með því slá t.d. upp titli greinar, bókakafla, ráðstefnuerindis, DOI númeri eða höfundanafni. 
Þegar leitarniðurstöður liggja fyrir er hægt að skoða nánar hvort þetta sé efni sem við viljum flytja inn í kerfið.

 

Íslenskt efni

Það íslenska efni sem ekki er skráð í þau gagnasöfn sem PURE býður uppá, er hægt að flytja inn í gegnum Unpaywall.

Athugið að einungis er hægt að flytja inn verk úr Unpaywall ef það er með DOI númer.

Við sláum DOI númerinu upp í leitarglugganum og fáum eina niðurstöðu

Ef búið er að ganga úr skugga um að vista eigi verk í kerfið er smellt á "Import" opnast þá sprettigluggi með öllum höfundum verksins.

"Match" þýðir að kerfið þekkir þig sem rannsakanda í kerfinu og höfund viðkomandi greinar. 
Hér þarf einnig að velja viðeigandi tungumál í flettiglugganum "Select original language of the contribution".
Athugið vel að pörun höfundar og viðeigandi deildar sé rétt.

Þegar þessu er lokið er smellt á "Import and review".

 

 

Opnast þá sprettigluggi með upplýsingum um lýsigögn (e. metadata) verks, s.s. titil, útdráttt, blaðsíðutal, o.fl. Ekki er þörf á að bæta við neinu hér, nóg er að smella á "Save" við hlið "For verification" neðst í glugganum.
Verkið fer þá til staðfestingar hjá starfsfólki bókasafns þíns háskóla eða stofnunar, sem fullskráir verkið til birtingar í IRIS

 

 

 

Skrá efni frá grunni

Ef ekki er hægt að flytja inn verk úr gagngrunni þarf að skrá það frá grunni. Hægt er að velja hin ýmsu sniðmát eftir því sem við á. Athuga skal að skrá sem mestar upplýsingar til að auðvelda yfirferð hjá starfsfólki bókasafnsins þíns. Skyldusvið sem þarf að fylla út eru merkt með rauðri stjörnu og þarf að fylla út, annað má láta starfsfólk bókasafnsins þíns fylla út.