ORCID stendur fyrir Open Researcher and Contributor ID og er hluti af þeim auðkenningarmarkaði sem blasir við rannsakendum í dag. Háskólar á Íslandi hafa lengi mælt með að rannsakendur noti ORCID til að auðkenna sig enda er óháður rekstur, ólíkt öðrum auðkennum sem tengjast útgefendum. Með ORCID auðkennir rannsakandi sig sem höfund og þ.a.l. höfundaverk sín.
Það kostar ekkert að sækja sér ORCID auðkenni en athugið auðkennið virkar eins og kennitala og því á aðeins að skrá sig fyrir einu ORCID. Þetta eina ORCID er svo notað til að skrá allar þær nafnmyndir sem höfundur hefur notað við birtingu rannsókna sinna.