Skip to Main Content
site header image

IRIS - Leiðbeiningar fyrir rannsakendur: Stillingar fyrir sjálfvirkni

Rannsóknargátt fyrir Ísland

Að sækja efni sjálfvirkt

Ef Scopus ID hefur verið skráð í Breyta persónuupplýsingum birtist tilkynning um það undir Verkefni (hægra megin á heimsvæði ykkar).
Ef smellt er á tengilinn 62 rannsóknarafurðir má flytja inn frá Scopus (sjá skjáskot hér fyrir neðan) opnast sprettigluggi með viðkomandi rannsóknarafurðum.

 

Skoðið vandlega og veljið Flytja inn eða Fjarlægja eftir því sem við á (er þetta rannsókn tengd þér?): 

 

 

Athugið að kerfið gefur til kynna ef efnið/greinin finnst nú þegar í kerfinu. 
Þá er boðið upp á að Skoða möguleg afrit.

Ef búið er að fullvissa sig um að efnið sé nú þegar í kerfinu er það ekki flutt inn aftur.

 

 

 

 

Ef búið er að ganga úr skugga um að vista eigi verk í kerfið er smellt á Flytja inn

 

Þá opnast sprettigluggi með öllum höfundum verksins. 
Samsvörun merkir að kerfið þekkir þig sem rannsakanda í kerfinu og höfund viðkomandi greinar.
Óhætt er að því að smella á Innflutningur og yfirlit: 

Nú opnast sprettigluggi með upplýsingum um lýsigögn verks, s.s. titill, útdrátttur, bls. tal, o.fl.
Ekki er þörf á að bæta við neinu hér.


Smelltu á Vista við hlið Til staðfestingar neðst í glugganum: 

Verkið fer þá til staðfestingar hjá starfsfólki bókasafns þíns sem fullskráir verkið til lokabirtingar í IRIS.