Skip to Main Content
site header image

IRIS - Leiðbeiningar fyrir rannsakendur: Um IRIS

Upplýsingakerfi fyrir rannsóknir á Íslandi

IRIS - the Icelandic Research Information System

IRIS (Icelandic Research Information System) er upplýsingakerfi um rannsóknir á Íslandi. Kerfið safnar upplýsingum um rannsóknarverkefni og styrki sem og allar rannsóknarafurðir rannsakenda við háskóla og rannsóknarstofnanir á Íslandi. Þær rannsóknarupplýsingar sem birtar eru á IRIS eru nú þegar allar opinberar og aðgengilegar í gegnum ýmsar útgáfur en IRIS veitir í fyrsta sinn á Íslandi möguleikann á að sjá þessar rannsóknir í samhengi við stofnanir og samstarf rannsakenda þeirra á milli. 

Hvað er IRIS

IRIS er svokallað CRIS kerfi (Current Research Information System). Í júlí árið 2019 gekk Mennta- og menningarmálaráðuneytið frá samningi við Elsevier um kaup á CRIS kerfinu Pure. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður, skrifaði undir samninginn við Elsevier og jafnhliða því tók Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn að sér að vera rekstraraðili kerfisins. 

Aðildarstofnanir

IRIS er sameiginlegt rannsóknarupplýsingakerfi fyrir allar helstu rannsóknarstofnanir, háskóla og spítala á Íslandi.
Þær stofnanir sem nú eru aðilar að kerfinu eru:

  • Háskóli Íslands
  • Háskólinn á Akureyri
  • Háskólinn á Bifröst
  • Háskólinn á Hólum
  • Háskólinn í Reykjavík
  • Landbúnaðarháskóli Íslands
  • Landspítalinn
  • Listaháskóli Íslands
  • Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum
  • Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
  • Auk þess er Landsbóksafn Íslands - Háskólabókasafn umsjónaraðili kerfisins. 

Fleiri rannsóknarstofnanir á Íslandi fá aðgang að kerfinu eftir því sem verkefninu vindur fram og IRIS mun því geta gefið heildstæða mynd af öllu rannsóknarstarfi á Íslandi.