Skip to Main Content

Rafbækur Menntavísindasviðs: Lesa rafbók

Ebbok Central leiðbeiningar

Að lesa rafbók

Rafbækur er hægt að lesa beint af vefnum, ýmist sem html síður eða PDF/EPUB skjöl. 

Rafbækur í áskrift frá EBSCOhost og Ebook Central er hægt að fá „lánaðar", eða hlaða niður í nokkra daga. Til þess þarf að stofna aðgang í viðkomandi gagnasafni. Bækur með takmarkaðan aðgang samtímis eru þá ekki aðgengilegar fyrir aðra á meðan en það er hægt að fara á biðlista og þá fær viðkomandi tilkynningu þegar bókin losnar. Við mælum því yfirleitt með að bækur séu lesnar beint af vefnum. 

Skilmálar

Skilmálar um hversu mikið má prenta út eða hlaða niður geta verið mismunandi eftir útgefendum. Upplýsingar þar að lútandi eru á yfirlitssíðu hverrar bókar ásamt aðgangsheimildum. Í stuttu máli:  

Leyfilegt er

  • að prenta út og hlaða niður bókarkafla til einkanota
  • að setja tengla í rafbækur og bókarkafla frá námskeiðsvefjum

Óleyfilegt er 

  • að nota rafbók að hluta til eða öllu leyti í viðskiptalegum tilgangi
  • að dreifa, selja eða breyta rafbók
  • að hlaða rafbókum kerfisbundið niður

Að vitna í rafbók

Á vef ritvers eru upplýsingar um hvernig á að skrá rafbækur samkvæmt APA staðli.