Skip to Main Content
site header image

Lögfræði: Stjórnartíðindi

Stjórnartíðindi

Á árunum 1874-1943 hét ritið Stjórnartíðindi fyrir Ísland og skiptist þá í tvær deildir:

A-deild: lög og tilskipanir

B-deild: úrskurðir frá konungi

C-deild: samningar Íslands við önnur ríki og auglýsingar varðandi gildi þeirra. 

A-deildin kom út á íslensku og dönsku til ársins 1918 en B-deildin aðeins á íslensku.

 

Frá 1944 hafa Stjórnartíðindi verið gefin út af dómsmálaráðuneytinu. Þau  koma út í tölusettum og dagsettum blöðum og heftum sem er safnað saman jafnóðum í stærri hefti og að lokum í ársbindi.  

Á árunum 1874-1943 hét ritið Stjórnartíðindi fyrir Ísland og skiptist þá í tvær deildir:

A-deild: lög og tilskipanir

B-deild: úrskurðir frá konungi

A-deildin kom út á íslensku og dönsku til ársins 1918 en B-deildin aðeins á íslensku.

 

Stjórnartíðindi hafa komið út í þremur deildum frá árinu 1962: A, B, og C deild.

A-deild: lög, tilskipanir, opin bréf, auglýsingar og aðrar tilkynningar almenns efnis, sem út eru gefnar af æðsta handhafa framkvæmdavaldsins, svo og reglur sem Alþingi kann að setja um framkvæmd almennra málefna í þingsályktunum, sbr. 2. gr. laga nr. 15/2005. 

 

B-deild: reglugerðir, erindisbréf, samþykktir og auglýsingar sem gefnar eru út eða staðfestar af ráðherra, umburðarbréf, ákvarðanir og úrlausnir ráðuneyta sem hafa almenna þýðingu, veitingar opinberra starfa og lausn frá þeim er handhafi æðsta framkvæmdarvalds eða ráðherra fer með, reikningar sjóða ef svo er mælt í staðfestum skipulagsákvæðum þeirra, úrslit alþingiskosninga, skrá yfir félög, firmu og vörumerki sem tilkynnt hafa verið á árinu, heiðursmerki, nafnbætur og heiðursverðlaun sem ríkisstjórnin veitir. Einnig skal þar birta reglur sem opinberum stjórnvöldum og stofnunum, öðrum en ráðuneytum, er falið lögum samkvæmt að gefa út, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005.

 

C-deild: samningar Íslands við önnur ríki og auglýsingar varðandi gildi þeirra sbr. 1. mgr. 4. gr. lagaBirting ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar og gerða þeirra, sem vísað er til í EES-víðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins telst jafngild birting að þessu leyti.

 

Fram til ársins 1962 birtust auglýsingar varðandi  milliríkjasamninga í A-deild Stjórnartíðinda.    

A-deild:

efnisyfirlit í tímaröð
yfirlit eftir málaflokkum

B-deild:

efnisyfirlit í tímaröð
yfirlit eftir málaflokkum
skrá nafna og orða

Efnisyfirlit yfir efni A- og B-deildar eru einnig til í sérheftum fyrir tímabilin:

1874-1903
1904-1915
1916-1925
1926-1935
1936-1950
1951-1961
1962-1970
1971-1980

Engar ákveðnar reglur eru til um hvernig vísa skuli til efnis sem birtist í Stjórnartíðindum.  Segja má að hver noti sína aðferð, lögfræðingar, sagnfræðingar og almennir notendur. Meginatriðið er að auðvelt sé að finna það efni sem vísað er til og að fyllsta samræmis sé gætt.

 

Lögfræðingar vísa yfirleitt í lög, reglugerðir eða auglýsingar með númeri og ártali:  

Lög nr. 20/1986

Reglugerð nr. 6/1984

Auglýsing nr. 13/1984

 

Þetta er viss hagræðing þegar oft þarf að vísa til þessa efnis í texta en þá er jafnframt gert ráð fyrir að lesandinn viti hvar þessar upplýsingar er að finna.

 

Í Stjórnartíðindum er efni í töluröð eftir því hvenær það tekur gildi. Þess vegna er aðeins vísað til númers og árs en dagsetningu og blaðsíðutali sleppt.

 

Hér á eftir eru nokkur dæmi um hvernig vísað er til Stjórnartíðinda á nákvæman hátt í heimildaskrá:

A-deild

Lög:

  • Lög um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri nr. 9/1984. Stjórnartíðindi 1984. Adeild, s. 15-20.

Tilskipanir:

  • Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til fundar miðvikudaginn 10. október 1984 nr. 105/1984, Stjórnartíðindi 1984. A-deild, s. 247.

Auglýsingar:

  • Auglýsing um meðferð forsetavalds í fjarveru forseta Íslands nr. 106/1984. Stjórnartíðindi 1984. A-deild, s. 247.

B-deild

Reglugerðir:

  • Reglugerð vegna eftirlits með afla og úthaldi á fiskveiðum nr. 6/1984. Stjórnartíðindi 1984. B-deild, s. 4.

Á Stjórnartíðindavefnum eru Stjórnartíðindi A- og B-deild í rafrænni útgáfu frá árinu 2001.

Yfirlit eru eftir ártölum, flokkum og stofnunum. C-deild er frá árinu 1995 eftir ártölum og flokkum .

Vefur Stjórnartíðinda