Þessum leiðarvísi er ætlað að vísa á helstu hjálpargögn við heimildaleit í námsgreininni.
Heimsækið vefinn okkar landsbokasafn.is til að fá frekari upplýsingar um þjónustu, les- og vinnuaðstöðu, ráðgjöf o.fl.
Bækur og tímarit í lögfræði er að finna á 3. og 4. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Alþingis- og Stjórnartíðindi eru í handbókasafninu á 2.hæð.
Ritakostur safnsins í lögfræði er þó einkum á bókasafni Lagadeildar á 3. hæð í Lögbergi.
Lögberg
Bókasafnið er stærsta lagabókasafn landsins. Í safninu eru um 10 þúsund bækur, nýjustu árgangar rúmlega 30 tímarita í prentaðri útgáfu og ýmis uppsláttarrit. Endurgjaldslaus aðgangur að skanna er á safninu.
Safngögn eru einungis lánuð út til starfsmanna og nemenda Lagadeildar HÍ.
Allir nemendur Lagadeildar eiga kost á því að fá bækur safnsins að láni í allt að 3 daga.
Kennarar deildarinnar, meistara og grunnnemar sem eru að vinna að lokaritgerð í lögfræði við HÍ geta fengið bækur að láni í 30 daga.
Á meðan enginn biðlisti er má endurnýja útlán.
Mánudagar | 9:00-12:30 |
Þriðjudagar | 13:00-16:00 |
Miðvikudagar | 9:00-12.30 |
Fimmtudagar | 9:00-16:00 |
Föstudagar | 9:00-12.30 |
*Frá 1.september til og með 15.desember.
Nokkrar leiðir eru til að tengjast háskólanetinu á háskólasvæðinu og utan þess. Hægt er að leita aðstoðar hjá Tölvuþjónustu UTS á Háskólatorgi.
Guðmundur Ingi Guðmundsson, MIS
Umsjónarmaður Lagabókasafns HÍ
lagabokasafn@landsbokasafn.is
Sími: 525 4372
Nemendum sem eru að skrifa lokaritgerð stendur til boða persónuleg aðstoð við að finna heimildir. Hægt er að bóka tíma með því að senda beiðni á lagabokasafn@landsbokasafn.is.