Gagnasöfnin, sem aðgangur er að, eru ýmist svokölluð tilvísanasöfn eða söfn sem innihalda heildartexta greina. Tilvísanasöfn vísa í greinar sem birst hafa í ýmsum tímaritum frá mismunandi útgefendum og tíma. Sett hefur verið upp krækjukerfi sem leitar að heildartexta greina, sem kann að vera aðgangur að annars staða.
Tímaritasöfnin, sem aðgangur er að, innihalda tímarit frá ákveðnum útgefendum. Tímaritasöfnin innihalda heildartexta.
Landsaðgangur kaupir EKKI einstaka titla sem notendur kunna að óska eftir.
Kennurum og nemendum Háskóla Íslands er bent á viðkomandi háskóladeild óski þeir eftir aðgangi að tilteknum ritum. Aðrir geta sent Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni tillögu um ritakaup.
Á heimasíðum flestra tímarita er hægt að panta áskrift að efnisyfirlitum (Table of Contents (ToC)) og fá þau send í tölvupósti um leið og nýtt hefti kemur út. Þetta er góð aðferð til að fylgjast með nýjungum og efni sem birtist í fagtímaritum, hvort sem þau eru aðgengileg á landsvísu eða ekki. Áhugaverðar greinar má fá með millisafnaláni sem er ódýrari kostur en að panta beint frá útgefanda og tekur almennt örskamman tíma.