Á leitir.is er hægt að leita samtímis í öllum gagnasöfnum og tímaritapökkum sem aðgengi er að í Landsaðgangi.
Í niðurstöðulista er síðan hægt að þrengja leitina við tímaritsgreinar undir Tegund viðfangs og lesa þær á skjá eða vista.
Leit í hverju gagnasafni fyrir sig býður almennt upp á markvissari leit og leitarniðurstöður.
Sett hefur verið upp krækjukerfi sem leitar að heildartexta greina, sem kann að vera aðgangur að annars staða.
Krækjukerfi Landsaðgangs
Krækjukerfi Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns
Til að finna tiltekið tímarit í landsaðgangi er hægt að fara á leitir.is, velja Leita að tímariti og leita að tímaritinu þar. Einnig er hægt að leita eftir ISSN númeri tímarits og einstaka orðum í titli tímarita.
Til að finna tímarit í Landsaðgangi og séráskriftum Háskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns þarf að fara inn á lbs.leitir.is, velja Leita að tímariti á lbs.leitir.is. Aðgangur að tímaritum í séráskriftum er takmarkaður við net Háskóla Íslands.