Skip to Main Content
site header image

IRIS - Leiðbeiningar fyrir rannsakendur: Innskráning og persónuupplýsingar

Upplýsingakerfi fyrir rannsóknir á Íslandi

Innskráning

IRIS, byggir á hugbúnaði frá Elsevier (PURE) og er kerfi í mótun.
Athugið að allar upplýsingar sem birtast í IRIS um rannsóknir starfsfólks háskóla og rannsóknarstofnana eru nú þegar opinberar.

Þær upplýsingar sem eru í kerfinu við opnun þann 15.6.2022 eru sóttar í Scopus sem er í eigu Elsevier, líkt og PURE kerfið
Eðli málsins samkvæmt eru þessar upplýsingar því ekki tæmandi fyrir hvern og einn rannsakanda en með tímanum verða þessar upplýsingar betri og sóttar í fleiri gagnagrunna og -söfn. 
Rannsakendur sem birta ekki í enskumælandi útgáfum (sbr. efni sem sótt er í Scopus) er bent á að nýta sér OrcID til að vísa í útgáfur á íslensku eða öðrum tungumálum því IRIS getur sótt þær upplýsingar svo þær skili sér á síður rannsakenda í IRIS. 

 

Notendur sem skrá sig inn í kerfið eru tvenns konar:

 

A. Virkir rannsakendur stofnana sem geta skráð sig inn til að sýsla með eigin upplýsingar.
Innskráning þjónar hagsmunum rannsakenda þannig að fólk getur haft áhrif á þá mynd sem kerfið gefur af rannsóknarstarfi þess. 

B. Starfsfólk stofnana sem eiga aðild að IRIS og vinna með upplýsingar þeirra í kerfinu.
Ábyrgð starfsfólks er gagnvart þeim stofnunum sem það starfar fyrir en ekki hverjum og einum rannsakanda. 
 

Rannsakendum er bent á að hafa samband við bókasafn og rannsóknarþjónustur sinna stofnana ef spurningar vakna um IRIS sem ekki er svarað í þessum leiðbeiningum. 

Eftir því sem verkefninu vindur fram munu  rannsakendur  og starfsfólk aðildarstofnana fóðra kerfið á meiri og betri upplýsingum svo hægt verði að kalla fram samræmda tölfræði um rannsóknarstarfsemi á Íslandi með einföldum hætti. 

 

1. Innskráningartengill er neðst til vinstri á iris.rais.is:

 

 

 

2. Innskráning fer fram í gegnum sk. WAYF (Where Are You From) auðkenningu: 


 

 

3. Notendur eru leiddir í gegnum þjónustur sem tengja þau við sína stofnun: 

 

 

 

4. Loks fá notendur svo upp sitt vinnslusvæði: 

 

Rannsakendur lenda á sínum upplýsingasíðum þar sem sýsla má með ólíkar upplýsingar eftir þörfum.
Óhætt er að smella á það sem hægt er að smella á til að skoða og kanna þannig möguleika á breytingum. 

Heimasvæði

Við innskráningu færist þið yfir á heimasvæði ykkar í Írisi. Þar er hægt að safna saman og skrá upplýsingar um rannsóknarafurðir (greinar, bókarkafla o.s.frv.), þátttöku á ráðstefnum, rannsóknarverkefni sem þið eruð aðilar að og ýmislegt fleira. Heimasvæðið er eðli samkvæmt frekar tómlegt til að byrja með en smátt og smátt mun það fyllast af upplýsingum og gæti nýst sem aðal rannsóknarsíða ykkar og ferilskrá.

Ef smellt er á Breyta persónupplýsingum opnast nýr sprettigluggi þar sem hægt er að bæta við ýmsum upplýsingum. Undir Nafnatilbrigði er hægt að bæta við mismunandi nafnmyndum ykkar, t.d. með og án séríslenskra stafa, með og án millinafns o.s.frv.

Hægt er að Bæta auðkenni við. Þar undir eru ýmis auðkenni sem hægt er að skrá t.d. Höfundarauðkenni á Scopus og Auðkenni rannsakanda (Web of Science). Eindregið er mælt með að fólk skrái þessi auðkenni ef þau eru til staðar því ef það er gert leitar kerfið uppi nýjar afurðir tengdar ykkur frá Scopus og Web of Science og þið fáið tilkynningu um hvort þið viljið flytja efnið inní kerfið.

Sjálfvirkur innflutingur efnis

Ef þið eruð búin að skrá Scopus ID í Breyta persónuupplýsingum (sjá fyrir ofan) ætti að birtast tilkynning um það undir Verkefni (hægra megin á heimsvæði ykkar). Ef smellt er á 62 rannsóknarafurðir má flytja inn frá Scopus opnast sprettigluggi með viðkomandi rannsóknarafurðum.

Hér þarf að skoða vandlega hvort Flytja eigi inn viðkomandi rannsóknarafurð eða Fjarlægja

Kerfið gefur einnig til kynna ef efni er nú þegar í kerfinu. Ef þessi viðvörun kemur upp þarf að Skoða möguleg afrit. Ef búið er að fullvissa sig um að efnið sé nú þegar í kerfinu er það ekki flutt inn aftur.

Flytja inn verk

Ef búið er að ganga úr skugga um að vista eigi verk í kerfið er smellt á Flytja inn og opnast þá eftirfarandi sprettigluggi með öllum höfundum verksins. Samsvörun þýðir að kerfið þekkir þig sem rannsakanda í kerfinu og höfund viðkomandi greinar og því má hér smella á Innflutningur og yfirlit

Opnast þá sprettigluggi með upplýsingum um lýsigögn verks, s.s. titill, útdrátttur, bls. tal, o.fl. Ekki er þörf á að bæta við neinu hér, nóg er að smella á Vista við hlið Til staðfestingar neðst í glugganum. Verkið fer þá til staðfestingar hjá starfsfólki bókasafns þíns sem fullskráir verkið til birtingar í Írisi