Skip to Main Content
site header image

IRIS - Leiðbeiningar fyrir rannsakendur: Innskráning

Innskráning

 

Notendur sem skrá sig inn í kerfið eru tvenns konar:

 

A. Virkir rannsakendur stofnana sem geta skráð sig inn til að sýsla með eigin upplýsingar.
Innskráning þjónar hagsmunum rannsakenda þannig að fólk getur haft áhrif á þá mynd sem kerfið gefur af rannsóknarstarfi þess. 

B. Starfsfólk stofnana sem eiga aðild að IRIS og vinna með upplýsingar þeirra í kerfinu.
Ábyrgð starfsfólks er gagnvart þeim stofnunum sem það starfar fyrir en ekki hverjum og einum rannsakanda. 
 

Rannsakendum er bent á að hafa samband við bókasafn og rannsóknarþjónustur sinna stofnana ef spurningar vakna um IRIS sem ekki er svarað í þessum leiðbeiningum. 

Eftir því sem verkefninu vindur fram munu  rannsakendur  og starfsfólk aðildarstofnana fóðra kerfið á meiri og betri upplýsingum svo hægt verði að kalla fram samræmda tölfræði um rannsóknarstarfsemi á Íslandi með einföldum hætti. 

 

1. Innskráning er fyrir miðju hægra megin á iris.rais.is:

 

 

 

2. Auðkenning fer fram í gegnum WAYF (Where Are You From):


 

 

3. Notendur tengjast Menntaskýi við innskráningu: 

 

 

 

4. Að lokum færðu upp þína síðu: 

 

Hver rannsakandi fær sína síðu þar sem sýsla má með ólíkar upplýsingar eftir þörfum.
Óhætt er að smella á allt sem hægt er að smella á til að skoða og kanna þannig möguleika á breytingum.