Skip to Main Content
site header image

IRIS - Leiðbeiningar fyrir rannsakendur: Stillingar fyrir heimasvæði

Rannsóknargátt fyrir Ísland

Stillingar fyrir heimasvæði

Við innskráningu færist þið yfir á heimasvæði ykkar í IRIS.
Heimasvæðið er eðli málsins samkvæmt frekar tómlegt í fyrstu en smátt og smátt mun það fyllast af upplýsingum og gæti nýst sem aðal rannsóknarsíða ykkar og ferilskrá.

Á heimasvæðinu má safna saman og skrá upplýsingar um rannsóknarafurðir (greinar, bókarkafla o.s.frv.),þátttöku á ráðstefnum,  rannsóknarverkefni sem þið eruð aðilar að og fleira. 

Ef smellt er á Breyta persónupplýsingum opnast nýr sprettigluggi þar sem hægt er að bæta við ýmsum upplýsingum. Undir Nafnatilbrigði er hægt að bæta við mismunandi nafnmyndum ykkar, t.d. með og án séríslenskra stafa, með og án millinafns o.s.frv.

 

Undir Bæta auðkenni við eru ýmis auðkenni sem hægt er að skrá t.d. Höfundarauðkenni á Scopus og Auðkenni rannsakanda (Web of Science). Rannsakendur eru hvattir til að skrá þessi auðkenni ef þau eru til staðar því með því leitar kerfið uppi nýjar afurðir tengdar ykkur frá Scopus (og fleiri gagnasöfnum sem tengja má við) og þið fáið tilkynningu um hvort þið viljið flytja efnið inní kerfið.