Skip to Main Content
site header image

DOI númer: Að sækja um DOI númer

Hvernig er sótt um DOI?

Þetta gerist í nokkrum skrefum: 

  1. Tímaritsgrein:
    • Útgefendur fræðirita á Íslandi sem vilja sækja um DOI númer hjá Lbs-Hbs, fylla út eyðublaðið beiðni um DOI númer. Útgefandi setur upplýsingar um tímarit, titla greina, tengiliði o.fl. 
       
  2. Skýrslur eða ráðstefnurit:
  3. Lbs-Hbs tekur við beiðninni og úthlutar DOI númerum fyrir bæði heftið og hverja grein.  
    • Útgefandi gætir þess að setja DOI númerin inn á greinarnar, oftast á fyrstu síðu, efst eða neðst og við greinar á vef. 

      DOI númer á vef:


      DOI númer neðst í grein:


      DOI númer efst í grein:

 

  1. Þegar að greinarnar eru komnar á vef útgefanda þarf hann að láta Lbs-Hbs vita á netfangið opinvisindi@landsbokasafn.is, þá fyrst getur safnið virkjað númerin. Safnið skráir upplýsingar (lýsigögn) hjá CrossRef sem er óhagnaðardrifin stofnun sem sérhæfir sig í að gera rannsóknargreinar o.fl. aðgengilegar, þ.e. að auðvelt sé að finna þær, vitna í þær, tengja í þær, nálgast og nota aftur. 

Úthlutun DOI númera er útgefendum að kostnaðarlausu.

Hvenær á að sækja um DOI númer?

Útgefendur ættu að sækja um DOI númer rétt fyrir útgáfu nýs heftis. Til að hægt sé að úthluta DOI númeri þurfa allar upplýsingar um grein og höfunda að liggja fyrir. Þegar greinin er komin á netið með vefslóð er endanlega hægt að virkja DOI númerið.