Skip to Main Content
site header image

ORCID auðkenni: Hjálp og algengar spurningar

HJÁLP! Gleymt lykilorð!

Ertu búin/nn að gleyma lykilorðinu inn á ORCID reikninginn þinn og kannski komin/nn með nýtt netfang?

  • Það er lítið mál!
  • Ef þú ert ennþá með sama netfang, farðu þá inn á Password and ORCID iD Recovery og fylgdu leiðbeiningum.
  • Kannski kemstu að raun um að þú fylltir aldrei út upplýsingar um þig, einfaldlega allir reitir auðir! Þá er lag að bæta úr því. Þær mínútur sem fara í að setja inn upplýsingar um þig, spara þér ómældan tíma í framtíðinni. Þú getur síðan valið hvort að einstaka upplýsingar verði sýnilegar öllum, tilteknum aðilum (e. trusted parties) eða einungis þér. Farðu vel yfir öll skráningaratriðin. Loks er ráðlegt að setja upp sjálfvirka áminningu (e. reminder) um að uppfæra ORCID skráninguna þína í byrjun hverrar annar.  

HJÁLP! Nýtt netfang og gleymt lykilorð

Ertu komin með nýtt netfang og manst ekki lykilorðið inn á ORCID reikninginn þinn?

  • EKKI SKRÁ ÞIG FYRIR NÝJU ORCID AUÐKENNI!
  • Farðu inn á hjálparsíðu ORCID og veldu viðeigandi erindi: 
    • Forgot my password and lost access to my previous email address“ og fylgdu leiðbeiningum. 

HJÁLP!

Á hjálparsíðu ORCID er að finna ýmsar leiðbeiningar sem vert er að kíkja á ef þú ert í einhverjum vandræðum.

Algengar spurningar

Getur einhver annar búið til ORCID auðkenni fyrir mig? 

  • Ein af grunnreglum ORCID er að rannsakendur eigi sín eigin ORCID gögn. Þar af leiðir að engin utanaðkomandi stofnun getur búið til, ritstýrt eða haldið úti ORCID reikningi án þess að fá til þess skýrt umboð frá rannsakanda.  

 

Hver er munurinn á ORCID og akademískum samfélagssíðum svo sem ResearchGate, Academic.edu o.s.frv.? 

  • ORCID er ekki samfélagssíða, heldur auðkenni hvers/einstakra rannsakenda. Það að hafa ORCID auðkenni auðveldar þér og þínum rannsóknaafurðum að finnast en er ekki ætlað til að tengjast öðrum rannsakendum í gegnum netið.  
  • Megintilgangur ORCID er að búa til opna miðlæga skráningu gagna sem geta bætt nákvæmni annarra kerfa sem innihalda gögn um rannsakendur, þar á meðal samfélagssíður eins og ResearchGate og Academia.edu. 

 
Ef ég er nú þegar með Scopus ID, þarf ég þá ORCID? 

  • Orcid auðkenni getur haldið utan um ýmislegt s.s. styrki, starfsvettvang og menntun, ekki bara rannsóknaafurðir. Það er líka hægt að tengja það við þitt Scopus auðkenni. 

 

Hvað tekur langan tíma fyrir nýjar skráningar í Pure (IRIS) að birtast undir ORCID reikningnum mínum? 

  • Nýjar skráningar ættu að birtast á næstu 24 klukkustundum. Þú getur hins vegar flutt nýjar skráningar handvirkt í ORCID hvenær sem er innan úr PURE með því að smella á „Export“ hjá ORCID auðkenninu í „Edit Profile“ hluta reikningsins þíns. 

 

Liggja einhverjir viðskiptahagsmunir að baki ORCID? 

  • Nei, ORCID er óhagnaðardrifið verkefni, opið öllum rannsakendum á öllum fræðasviðum og á öllum stigum ferils þeirra. Það liggja engir viðskiptalegir hagsmunir þar að baki. 

Um leiðarvísirinn