Skip to Main Content
site header image

ORCID auðkenni: Svona nýtist ORCID

Svona getur ORCID unnið fyrir þig

Gott er að fylgja eftirfarandi 6 skrefum til að byggja upp gott ORCID yfirlit/skrá. Athugaðu að allar leiðbeiningar eru á ORCID síðunni. 

  1. Tengsl við þína stofnun. 
    • Notaðu ORCID auðkennið þitt hvenær sem það býðst í kerfi sem þú treystir – s.s. rannsóknarupplýsingakerfi stofnunar þinnar, við handritaskil eða í styrkumsóknarkerfi.  
  2. Sjálfvirkar uppfærslur á skránni þinni þegar þú birtir. 
    • Leyfðu kerfum eins og t.d. Crossref og/eða DataCite – algengt að þeir veiti DOI númer – að uppfæra skrána þína sjálfkrafa í hvert sinn sem þú birtir tímaritsgrein eða gagnasafn. Tengstu núverandi verkum þínum.
  3. Notaðu ORCID Search & Link verkfærin.
    • Verkfærin gera þér kleift að tengja verkin þín við marga gagnagrunna á fljótlegan og auðveldan hátt við skrána þína.  
    • Myndband til skýringar um ORCID Search & Link:
  4. Leyfðu núverandi styrktaraðilum að tengjast skránni þinni í ORCID.  
  5. Tengdu aðra reikninga (e. profiles) við ORCID skrána þína, t.d. ResearcherID, ScopusID, Kudos, Loop, Mendeley, Publons.
  6. Tengdu ORCID auðkennið þitt við innskráningarskilríki stofnunar þinnar.
    • Sparaðu þér tíma og minnkaðu líkurnar á að missa óvart aðgang að ORCID reikningnum þínum með því að tengja auðkennið þitt við innskráningu stofnunar þinnar.
    • Þú getur líka tengst Facebook og/eða Google reikningunum þínum.
    • Þetta þýðir færri lykilorð til að muna og tryggir einnig að þú hafir fleiri en eina leið til að fá aðgang að ORCID reikningnum þínum.
    • Nánar um þetta á vef ORCID.
    • Fleiri kerfi tengjast ORCID í hverri viku. Leitaðu að græna ORCID tákninu í rannsóknarkerfunum sem þú notar.

Ítarlegar upplýsingar og aðstoð á vef ORCID.