Skip to Main Content
site header image

ORCID auðkenni: ORCID og aðrir

ORCID og samstarf við útgefendur

Með því að tengja ORCID auðkenni við mismunandi rannsóknastarfsemi og rannsóknaupplýsingakerfi minnkar álagið á rannsakendur sjálfa því upplýsingar uppfærast sjálfkrafa. Þannig þurfa þeir ekki að færa rannsóknarafurðir sínar inn í mörg kerfi.  

Nú þegar eru yfir 7.000 tímarit sem safna ORCID auðkennum frá höfundum, í gegnum öll helstu skilakerfi fyrir handrit. Þannig eru útgefendur í einstakri stöðu til að auðvelda víðtæka notkun ORCID. Enda er æ algengara að um leið og höfundar senda inn greinar til útgefenda, séu þeir beðnir um að hafa ORCID auðkennið með. Rannsakendur eru einnig í auknum mæli að kynnast ORCID í gegnum sína háskóla (t.d. Háskóla Íslands) og margir fjármögnunaraðilar mæla nú með eða krefjast notkunar á ORCID auðkenni í styrkumsóknarkerfum sínum.

ORCID og Háskóli Íslands

 

Háskóli Íslands mælist til þess að starfsfólk HÍ noti ORCID auðkenni

 
Hægt er að tengja ORCID auðkenni við Ugluna og fá ritaskrá birta í starfsmannaskrá Háskóla Íslands. Leiðbeingar fyrir starfsfólk HÍ er að finna í Uglunni undir Ugluleiðbeiningar / ORCID

ORCID og styrkveitendur/sjóðir

Sífellt fleiri styrkveitendur og sjóðir gera kröfu um að umsækjendur gefi upp ORCID númer. Þeir rannsakendur sem þegar eru með önnur auðkenni, t.d. ReseacherID, geta tengt það við ORCID auðkennið og þurfa ekki að skrá upplýsingar um birtingar sínar aftur.